28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í C-deild Alþingistíðinda. (2167)

71. mál, raforkuveitusjóður

*Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti! Ég er að vísu einn af flm. þessa frv., sem birtist á þskj. 129, en finnst þó vera ástæða til fyrir mig að segja nokkur orð.

Eftir því, sem till. hv. fjhn., sem hér liggja fyrir, bera með sér, þá hefir frv. orðið fyrir nokkrum breyt. í höndum hv. n., en hvort þær breyt. eru til góðs, skal ég láta ósagt, en samt eru þar þó nokkur atriði, sem ég vildi minnast á.

Ég geri ráð fyrir, að þessar brtt. séu málamiðlunartill. til þess að friða samvizku þeirra manna, sem þykir of skammt farið í tekjuöflun til þessa væntanlega raforkuveitusjóðs, því eins og frv. ber með sér, er ætlazt til, að ríkissjóður leggi einn af mörkum í sjóðinn næstu 10 ár 50 þús. kr. á ári. Þar með hefir þessum mönnum ekki þótt nægilega séð fyrir tekjuöflun sjóðsins og því tekið upp þá aðferð, sem fram kemur í till. hv. þm. Borgf., þótt sú tilslökun sé þar gerð, að ekki er ráðizt á rafveiturnar fyrstu árin, heldur fái þær þá að vera gjaldfrjálsar. Þetta er miðlun í málinu, sem vert er að athuga, en þó hygg ég, að farið sé of langt í þessum till. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, munu einmitt stöðvar, sem byggðar eru fyrir lánsfé, þurfa að fá að vera í friði fyrstu 5 árin, en þeim munu ekki nægja fyrstu 3 árin. Að 5 árum liðnum myndi verða kominn tími til að athuga, hvort þær gætu staðið undir þessum álögum. Hér er aðeins gefinn 3 ára frestur, en það má segja, að á þeim tíma séu rafstöðvarnar að koma sér fyrir, án þess að öruggt sé um afkomu þeirra. Ég hefði því kosið, að þessu yrði breytt í 5 ár.

Ég get ekki heldur fallizt á að taka ákvörðunarréttinn um lánveitingar úr höndum ráðh. Það er eðlilegt, að hann hafi yfirstjórn þessa máls, en geti falið Búnaðarbankanum úthlutunina. En hér er allt vald tekið úr höndum ráðh. og falið þessari stofnun, sem á að hafa þar ótakmarkað vald, en ráðh. fær aðeins að ákveða, hvaða þóknun bankinn skuli fá, og þykir mér hv. fjhn. hafa teygt sig helzt til langt þar. Hv. frsm. fjhn. komst þannig að orði, að hann vildi bera saman þennan skatt, sem leggja á á rafveiturnar, og fannst hann tilsvarandi hækkuninni á talsímagjöldunum hjá landssímanum. En þarna er sá stóri munur á, að annað er algert ríkisfyrirtæki, rekið af ríkinu, en hitt eru eignir bæjarfélaga og einkafélaga, svo þetta er alis ekki sambærilegt.

Mér fannst vera talsverður lyftingur í hv. þm. v.-Húnv. yfir því, hvaða stefnu þetta mál væri að taka í áttina að því frv., sem hann bar hér fram. Það var eins og ánægjuhreim að heyra í honum yfir því, að nú kæmust rafstöðvarnar ekki hjá þessum álögum. Þessi tvö frv. finnast mér allólík, þar sem eftir hans frv. átti að leggja skatt á stöðvarnar fyrir það, að þær hefðu orðið að fá ábyrgð ríkissjóðs fyrir lánum sínum, en hér er ekki farið fram á þessa skattgreiðslu vegna fjárhagsstuðnings, sem stöðvarnar hafa fengið frá ríkinu, heldur vegna þess. að þar sem svo margir bæir og þorp hafa nú fyrir eigið framtak öðlazt þessi þægindi, þá þykir rétt, að þau beri einhvern bagga til þess, að fleiri geti öðlazt þau. Mér finnst ekki, að þetta mál, þrátt fyrir ágalla þess, bæti að neinu leyti þá afstöðu, er hv. þm. hetir sýnt, og gefi hinum enga ástæðu til að hlakka yfir því, að hans mál sé nú komið í gott horf. Ég held, að það sé óhætt að segja, eins og ég hefi tekið fram áður, að til þeirra rafstöðva, sem nú ern til í landinu, sé stofnað af vanefnum. Hv. þm.

V.-Sk. gat um eina eða tvær rafstöðvar, sem byggðarlög hefðu komið upp af eigin rammleik. þar sem menn hefðu skotið saman og lagt fram allt fé sjálfir, án þess að leita fjárstyrks frá ríki eða bönkum. Eftir því, sem ég bezt veit, má hinsvegar segja það sama um allar rafstöðvarnar í bæjarfélögunum, eins og t. d. hefir orðið hjá jafnstóru bæjarfélagi og Reykjavík, að þeim hefir orðið um megn að reisa sínar stöðvar, nema með því að fá stór lán og ríkisábyrgð fyrir þeim. A. m. k. veit ég, að sama má segja um næststærstu stöð landsins, rafstöðina fyrir Akureyri. Sama máli gegnir og um rekstur þessara stöðva, þar sem mér er kunnugt um hann; hann er byggður á áætlunum, en þær eru þannig byggðar, að venjulega er reiknað með meiri rafmagnsnotkun fyrstu árin en raun verður á, því fyrstu 5 árin eru menn venjulega að venja sig á notkun rafmagnsins, svo eftir þann tíma fara áætlanirnar fyrst að standast og rafstöðvarnar að bera sig. Fyrr má hið opinbera ekki skerast í leikinn, því það getur gert stöðvunum erfitt með að standast sínar afborganir af lánunum. Það, sem athugavert var við fyrra frv., var aðallega þetta, að leggja átti þennan skatt á strax, en ef hann kemur á þetta tímabil, mun hann gera rafstöðvunum torveldara að bera sig.