29.03.1940
Neðri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (2186)

71. mál, raforkuveitusjóður

*Bergur Jónsson:

Ég álít ástæðu til að fagna því, að hv. fjhn. hefir orðið sammála um að viðurkenna réttmæti þessa máls og þá miklu þörf, sem er á því, að fleiri rafveitur komist upp hér á landi. Ég er þess vegna að sjálfsögðu samþykkur þeirri stefnu, sem fram kemur í brtt. n. á þskj. 217. En af þeim brtt., sem fram hafa komið við þá brtt., er það sérstaklega ein, sem mér finnst fullkomlega réttmæt, en það er brtt. hv. þm. A.-Sk. á þskj. 246, með þeirri breyt,. sem nú hefir verið gerð með skrifl. brtt. Ég álít hreint og beint óhæfu, ef ríkið ætlar að leggja gjöld á rafveitur, sem hafa verið reistar í kauptúnum og þorpum, án þess að það hafi á nokkurn hátt styrkt þær með ábyrgðum eða fjárveitingum, og standa síðan víða mjög höllum fæti og eiga mjög erfitt með að bera þær byrðar sem þau hafa tekið á sig. Ég mun því ákveðið greiða atkv. með þessari brtt. og býst við, að ef hún verður samþ., þá verði brtt. á þskj. 248 dregin til baka.

viðvíkjandi brtt. hv. 8. landsk. til ég segja, að ég get ekki séð, að hún sé til neinna skemmda, þar sem lagt er til samkv. henni, að trúnaðarmenn ríkisins í raforkumálum segi álit sitt um þær rafveitur, sem á að veita lán til, þar sem gert er ráð fyrir, að slíkir trúnaðarmenn séu til, sem eiga bezt að geta fylgzt með þessum málum.