16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (2233)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Eins og nál. ber með sér, hefir n. orðið ásátt um að afgr. málið til d. með þeim fyrirvara, að hún áskilur sér rétt til að bera fram brtt. við það í samræmi við þær breyt., sem gerðar kunna að verða á frv-. um laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana. Það er eftir að 1'ara fram atkvgr. um það mál, en eftir því, hvernig hún fer, mun n. haga brtt. sínum að einhverju leyti. Ég skal ekki fara fleiri orðum um frv.. en vil taka það fram, að það væri æskilegt, að umr. væri frestað þangað til atkvgr. hefir farið fram um frv. um verðlagsuppbót á laun starfsmanna ríkisins, þar sem viðkunnanlegra væri, að brtt. n. kæmu til atkv. við 2. umr.