16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í C-deild Alþingistíðinda. (2247)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Jón Pálmason:

Þessar ásakanir hæstv. viðskmrh. í minn garð, um einhverja stefnubreytingu frá minni hálfu í launamálunum, eru alger ósannindi. Að því er snertir þessi tvö frv., um launauppbót starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana og um launauppbót verzlunarfólks, þá hefi ég þar fylgt þeirri sömu braut, sem áður hefir verið farin. Ef ekki fást fram á þessum frv. lágmarksbreytingar frá minni hálfu, þá mun ég greiða atkv. á móti þeim báðum. Hér er ekki um að ræða neina stefnubreyt. frá minni hálfu, og fullyrðingar hæstv. viðskmrh. eru því alger fjarstæða.