23.04.1940
Efri deild: 47. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 166 í C-deild Alþingistíðinda. (2275)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég er einn af þeim, sem eru mótfallnir þessu frv- Ástæðurnar, sem ég færi fyrir því„ eru þær, að þó að við höfum sett l. um kaup verkamanna og starfsmanna ríkisins, þá virðist gegna nokkuð öðru máli um verzlunarfólk. Það er ekki svo að skilja. að það eigi ekki að fá sínar réttarbætur, sem ég býst við, að það hafi venjulega fengið með samningum við vinnuveitendur. En allir vita, að kaupgjaldsmál verkamanna eru viðkvæmt og almennt vandamál, sem miklar deilur hafa staðið um lengi, vegna þess. hverjar afleiðingar afstaða þeirra í þeim málum getur haft fyrir þjóðfélagið og stundum orðið hættulegar framleiðslunni. Ríkið hefir því um langan tíma látið sig þessi mál miklu varða. Auk þess var kaup verkamanna oft svo lágt, áður en verklýðssamtökin komu til, að ríkið greip þar oft inn í til leiðréttingar. Löggjöfin greip þar inn í til þess að sjá um að verkamenn hefðu ekki svo lágt kaup, að þeir liðu. Ég vildi aðeins benda á þetta atriði, en annars mun hv. þm. kunnugt um þetta. Það er þess vegna ekkert nýtt mál, þó að löggjöfin láti sig þessi mál skipta, bæði vegna þess, að stéttin var ekki þess megnug að halda fram sínum rétti, og jafnframt vegna þjóðfélagsins sjálfs, til þess að það geti haldið áfram sinni göngu, og við vitum, hvaða afleiðingar það mundi hafa, ef framleiðslan stöðvaðist. En nú hafa nýir tímar fært hingað meira og vaxandi atvinnuleysi, og við höfum reynt að setja unt þetta löggjöf, sem okkur virðist vera sanngjörn fyrir báða aðila Það er þess vegna mjög eðlilegt, þó að þjóðfélagið láti sig þessi mál skipta og setji um þau lög, þegar þörf krefur. Ég er þó alis ekki að mæla með því að setja löggjöf um kaupgjald verkamanna, nema þegar þörf krefur. Ég er dálitið undrandi yfir því, að sem áframhald af hinni sjálfsögðu lögfestingu á kaupgjaldi starfsmanna ríkisins og greiðslu dýrtíðaruppbótar í samræmi við það, sem gert var í síðustu styrjöld, þá skuli nú vera farið að seilast inn á þá braut að setja yfirleitt lög um kaupgjald. Ég vil benda á það, að hér er farið inn á nýtt atriði, og þetta hlýtur að ýta undir það, sem ekki getur talizt eðlilegt, að kaupgjaldsmálin skuli vera ákveðin með 1. Ef fara á að setja löggjöf um kaup verkafólks, án þess að knýjandi nauðsyn beri til þess, þá verður gefið fordæmi til þess að lögfesta allt kaup í landinu. jafnvel þó að vel ári. Ég get ekki séð, að þörf sé á að lögfesta kaup verzlunarfólks, því eins og ég benti á áðan, má búast við, að það fái sína launauppbót greidda eftir samkomulagi. Það má líka benda á, að margt af þessu fólki er sæmilega launað, og tiltölulega betur launað en starfsmenn ríkisins. Það er því tæplega þörf á að ákveða kaup verzlunarstéttarinnar með lögum, ef ekki er sýnd ósanngirni af hálfu vinnuveitenda, og er ástæðulaust fyrir ríkið að fara að grípa þarna inn í af þessum tveim meginástæðum. Þetta fólk er sæmilega launað, og ég hygg, að samkomulag máist um kaupgjald. þar sem ekki hefir skorizt í odda um þetta. Ég álit þess vegna, að mikið vafamál sé að ganga inn á þá braut, sem stungið er upp á í þessu frv., og afleiðingin hlýtur að verða sú, að setja yrði l. um tekjur fleiri borgara í þessu þjóðfélagi. Ég býst við, að benda mætti á margar stéttir þjóðfélagsins, þar sem ástæða væri til að setja lög um laun þeirra á þessum erfiðu tímum, bæði fyrir þá sök, að þetta hafi verið gert hjá verzlunarfólki, og eins vegna þess, að þeim hafi ekki verið sýnd meiri tilhliðrunarsemi heldur en verzlunarstéttinni.

Nú hefir verið sett löggjöf um kaupgjald opinberra starfsmanna, sem er eðlilegt, og undir vissum kringumstæðum hefir einnig verið sett löggjöf um kaup verkamanna, sem er líka eðlilegt, þegar sérstaklega stendur á. En ef nú á að fara út fyrir þetta tvennt og setja l. um kaup verzlunarfólks, þá er komið út fyrir þá almennu reglu, sem hér hefir gilt. Ég er því þessu frv. algerlega mótfallinn og álit, að með samþykkt þess yrði gengið inn á mjög varhugaverða braut, sem skapaði mjög illt fordæmi um löggjöf í kaupgjaldsmálum.