23.04.1940
Efri deild: 49. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í C-deild Alþingistíðinda. (2285)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

*Jónas Jónsson:

Ég get ekki verið samdóma hv. 1. þm. Reykv. um það, að sjálfsagt sé að veita afbrigði fyrir þessu máli; ég segi fyrir mitt leyti, að ég mun ekki sjá mér annað fært en að greiða atkv. á móti afbrigðum að þessu sinni. Það er að vísu sjaldgæft, að til þess komi að neita um afbrigði, en það hefir þó komið fyrir. Annars skal ég geta þess, að ég er undrandi yfir því, með hvað miklu offorsi á að drífa þetta mál í gegn, og eins og frv. er, þá álít ég það blátt áfram skyldu þingsins að neita um afbrigði, því að frv. er að öllu leyti illa undirbúið og mjög illa frá því gengið.