19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í C-deild Alþingistíðinda. (2316)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Sigurður Kristjánsson:

Það er alveg undarIegt, hvað mikil grautargerð getur verið í hugsanagangi þessara þm., sem ganga upp í óvild sinni til útgerðarinnar. Líklega vita útgerðarmenn bezt, hvað að þeim snýr. Þeir vita, að það var ekkert gagn að gengisbreytingunni; vita, að hlutfallið milli afurða þeirra og þess, sem þeir þurfa til útgerðarinnar, var alveg það sama og jafnvel óhagstætt. Ég vil ráðleggja hv. 2. þm. Skagf. að spara sér alveg aths. um útgerðina, því hann hefir í því efni ekkert fram að færa af þekkingu. Hann upplýsir aðeins það, sem alkunnugt er, innræti Framsfl. og hug hans til útgerðarinnar. (Viðskmrh.: Hvers vegna voru þeir að kalla yfir sig þessa bölvun?).