19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í C-deild Alþingistíðinda. (2326)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

Bergur Jónsson:

Ég hefi um nokkur ár átt sæti á Alþ. ásamt hv. 4. þm. Reykv. (PHalld. Öll þau ár hefi ég haft fyrir venju að svara honum ekki, þótt hann gæfi tilefni til þess, og eru ýmsar ástæður til þess, en þó sérstaklega sú. að mér er vel við hann persónulega. Ég hefi því miður oft verið vitni að því, að hann héldi hér ræður, sem lýstu þeim steingervings hugsunarhætti og því hyldýpi afturhalds, að ég hefi séð hroll setja að samþingismönnum hans. En af því að hann beindi orðum sínum til mín sérstaklega nú, ætla ég að minnast lítillega á nokkur mál, þar sem þessi sjónarmið hans hafa. komið skýrt í ljós, enda þótt ég hafi ekki haft skap í mér til þess fyrr.

Í vetur réðst hann ákaflega á byggingu verkamannabústaða sem eitthvert ógurlega glæpsamlegt fyrirtæki, sem framsóknarmenn og jafnaðarmenn hefðu komið á í sameiningu. Það er alveg rétt, að verkamannabústaðirnir hafa komizt upp fyrir atbeina þessara flokka, en þó heild ég, að þrátt fyrir fyrri mótspyrnu Sjálfstfl. vilji meiri hluti þess flokks nú gjarnan eigna sér heiðurinn af því máli.

Ég minnist þess einnig, að hér var eitt sinn borið fram frv. um okur. Þá réðst hv. 4. þm. Reykv. gegn því frv., ekki vegna þess, að honum þætti það erfitt í framkvæmdinni, heldur aðeins vegna þeirra, sem lána fé fyrir okurvexti, en gegn þeim var þessu frv. stefnt. Hann taldi þá slíka þjóðnytjamenn, sem gætu lánað öðrum peninga, að það mætti á engan hátt stemma stigu fyrir þeirri lánastarfsemi, jafnvel þótt lánað væri gegn allt að 100% vöxtum.

Ræða hv. 4. þm. Reykv. gefur tilefni til þess að rifja upp fleiri slík mál, þótt ég hirði ekki um það. Hv. 4. þm. Reykv. beindi orðum sínum sérstaklega til mín, þegar hann var að tala um skattfrelsið. — Ég vil nú benda á það, að hér er alls ekki verið að ræða um skattfrelsi. heldur útsvarsfrelsi. En þá ályktun mátti draga af ræðu hv. þm., sem jafnframt er borgarstjóri í Reykjavík, að hann kæri sig ekki um það, þegar þúsundir manna eiga við þröngan kost að búa og berjast áfram í eymd og atvinnuleysi, að útsvarsálagningu bæjarins sé beint til þeirra fyrirtækja, sem mest græða á þessum erfiðu tímum. Sem betur fer mun ekki sami hugsunarháttur ríkjandi, hvorki hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði né oddvitanum á Patreksfirði, sem gera sér ljóst, að fjárhagsleg afkoma þessara bæja er undir því komin að taka á réttlátan hátt fé í bæjarsjóðinn þaðan, sem fjár er að leita. væri betra fyrir Reykvíkinga, að borgarstjóri þeirra liti þar sömu augum á, í stað þess að fjandskapast við verkamannabústaðina jafnframt því, sem manndrápsbyggingum eins og Suðurpólunum er haldið við óendanlega. (Forseti .GSv: Þetta átti að vera umr. um málið).

Að ástand það, sem hér ríkir, sé eingöngu framsóknarmönnum og jafnaðarmönnum að kenna, nær engri átt, — eða er það kannske þeirra sök, að saltfisksmarkaðirnir í Suður-Evrópu lokuðust, svo að tekið sé eitt dæmi?

Hv. þm. V.-Húnv. hefir svarað firrum hv. 4. þm. Reykv. um skattfrelsi samvinnufélaganna. Samvinnufélögin greiða fullkomna skatta, en hitt er annað mál, að með lögunum frá 1921 voru reistar skorður við því, að samvinnufélögin væru látin kúgast undir tvöföldum sköttum, en það hefði auðvitað komið sér mjög tel fyrir keppinauta þeirra. — Nei, aðalatriðið í þessu máli er það, að þeir kaupstaðir, sem svo mjög eiga afkomu sína undir sjávarútveginum og hafa raunverulega ekki a»nað að snúa sér að en útgerðarfyrirtækin, megi leggja réttlát útsvör á þessi atvinnufyrirtæki, í stað þess að reyta aðra skattgreiðendur alveg inn að skyrtunni. væri betra fyrir Reykvíkinga að hafa borgarstjóra. sem liti þeim augum á málið.