19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (2327)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Pétur Halldórsson:

Herra forseti! Ég get verið stuttorður. Ræða hv. þm. V.-Húnv. gaf mér tilefni til þess að ætla, að þess muni ekki langt að biða, að samkomulag náist um það, að skattalöggjöfin gangi jafnt yfir samvinnufélögin og aðra skattþegna í landinu. Því fyrr sem samvinnumenn fallast á þetta, því betra.

Annars geta það ekki verið neinar upplýsingar fyrir Reykvíkinga, að S. Í. S. greiði verulega upphæð á ári til Reykjavíkurbæjar; þetta vita allir, sem eitthvað fylgjast með í þessum málum, og það veldur ekki undrun nokkrum manni. En ef það er niðurstaðan af ræðu hv. þm., að munurinn á skattgreiðslu samvinnufélaganna og annara skattþegna sé ekki verulegur, finnst mér líta vel út, að sú lagfæring á skattalöggjöfinni, sem ég tel nauðsynlega, fáist áður en langt um liður.