22.04.1940
Neðri deild: 46. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (2330)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Sigurður Kristjánsson:

Ég hefi leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 530. Það kom fram í umr. síðast — ég held, að hv. 3. þm. Reykv. hafi bent á það —, að ef þessi l. stæðu, sem nú eru í gildin um það, að veita bæjarstjórnum heimild til þess að undanskilja útgerðarfyrirtæki sveitarútsvari, væri bæjarstjórnin, ef hún ekki notaði heimildina, samt sem áður þundin við það, að leggja ekki á hærra útsvar en lagt var á árið 1938, en þá voru útsvör mjög lág, svo að bæjarstj. væru litlu nær, þótt þær gætu látið vera að nota heimildina, ef þær mættu aldrei leggja á nema mjög lítið útsvar. Þetta hefir við rök að styðjast, og af því að ég hélt því fram við 2. umr., að það væri vanhugsað af Alþingi að grípa fram fyrir hendur bæjarstj. í þessu máli, þótti mér rétt að koma með brtt. á þennan hátt, sem segir á þskj. 530, en brtt. er sú, að fellt er niður úr l. síðasta mgr. 2. gr. þeirra, sem hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Verði heimild þessi ekki notuð, má þó ekki leggja hærri útsvör á útgerðarfyrirtæki botnvörpuskipa en sömu fyrirtæki báru 1938“. Þetta er einskonar miðlunartill. og er í fullu samræmi við það, sem ég hefi haldið fram, að bæjarstj. fari næst um, hvort heppilegt er að leggja útsvör á fyrirtækin, því þau eru gjaldendur til kaupstaðarins. og ef kaupstaðnum sýnist heppilegt að lofa þeim — eins og tilgangur I. var — að þróast og eflast, svo þau geti síðar orðið gildir útsvarsgreiðendur í kaupstaðnum, þá tel ég rétt að láta bæjarstj. ráða því.

Ég hygg, að hv. þm. muni geta fallizt á, að þetta sé eðlilegt. Ef til eru þeir kaupstaðir, þar sem togaraútgerð er, sem ekki sjá sér fært að nota þessa heimild, þá fá þeir þar frjálsar hendur. Hinsvegar getur vel verið, að þau vilji eitthvað hlífa þessum fyrirtækjum með því að koma þeim á traustari grundvöll, og þau geta hagað því eftir því, sem talið er sveitar- eða bæjarfélaginu fyrir beztu.

Ef þessi breyt. yrði samþ. á 1. gr. frv., þá leiðir af sjálfu sér, að 2. gr. yrði að falla niður, því hún er afleiðing af þessari ráðgerðu breyt. Ég skal ekki — ef ekki er gefið tilefni til — orðlengja þetta né rifja neitt upp af því, sem hér fór fram síðast við umr., en vænti þess, að hv. þm. átti sig á till., þótt hún sé nýkomin inn í þingsalinn.