04.03.1940
Efri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í C-deild Alþingistíðinda. (2347)

29. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég get verið stuttorður, þar sem þetta mál fer til þeirrar n„ sem ég á sæti í.

Ég vildi aðeins í upphafi benda á, að þegar l. um húsmæðrafræðslu voru sett 1938, þá minnir mig, að gert væri ráð fyrir því, að næsti áfanginn í þessum málum yrði sá, að settir yrðu upp húsmæðraskólar í kaupstöðunum. Það var jafnvel, að mig minnir, gefið vilyrði fyrir því þá, að inn í fjárlög 1939 skyldi sett fjárhæð, sem nota mætti í þessum tilgangi. Úr því varð þó ekki. Það er enginn vafi á því, að kaupstaðirnir hafa orðið mjög útundan í þessu máli, enda þótt þörfin sé þar engu mínni fyrir húsmæðrafræðslu, nema síður sé.

Ég skýt þessu aðeins hér fram og bendi á, að mér fyndist, að næsta skrefið í þessum málum ætti að vera það, að reyna að koma upp húsmæðraskólum í kaupstöðum og kauptúnum, og mun ég láta þetta sjónarmið mitt koma fram í n.