07.03.1940
Efri deild: 12. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í D-deild Alþingistíðinda. (2418)

6. mál, þjóðfáninn

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Mér finnst sem hér hafi orð verið fullkomlega í tíma töluð, og hefði gjarnan mátt vera fyrr. Ég finn til þess, hversu oft hefir verið illa með okkar fána farið. Það er rétt, að það þarf að venja fólkið við að líta á fánann öðruvísi en hvern annan klút. Og ég, án þess ég nefni nokkur dæmi, sem eru þó fjölmörg um misnotkun fánans, veit, að talsvert mörgum hefir sárnað, hvernig okkar þjóðartákn er notað hér í hugsunarleysi og af misgáningi, einkum og sér í lagi, þegar maður oft getur geit samanburð á því, hvernig aðrar þjóðir nota sitt þjóðarmerki af sömu tegund. Það á því mjög vel við, að þessi þáltill. fái hina beztu fyrirgreiðslu.