12.03.1940
Sameinað þing: 5. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (2425)

15. mál, hitun og lýsing háskólans

*Flm. (Jónas Jónsson):

Mig furðar á því, að þessi sonur Reykjavíkur, sem hér talaði og er nú einn af þeim tiltölulega fáu þm., sem hefir þá ánægju að vera fæddur í þessum bæ, og ætti að vera ánægður yfir öllu, sem bænum er gert til sæmdar, skyldi tala svo höstuglega í þessu efni. Ég veit, að hv. þm. neitar ekki, að það hafi verið rétt, að bær eins og Árósar taldi borga sig að gefa ekki aðeins lóð undir háskóla, heldur og líka peninga, til þess að fá hann til sin, og vitum við þó, að danska ríkið er betur statt heldur en við. En þeir höfðu langa reynslu í þessum efnum og vissu, hve miklum hagsmunum var þarna að ná. Hv. þm. sagði, að það þyrfti að taka hita frá einhverjum öðrum, et háskólinn fengi þennan hita. En þetta á hara ekki við um hitaveituna, því að enginn er búinn að fá hana til sín. Ég held, að það eigi ekki heldur við um ljósin, því að það verður enginn vafi á því, að jafnvel þótt það verði ekki samþ., að háskólinn fái þau ókeypis, þá mun hann samt sem áður fá ljós eins og önnur hús hér, þannig, að röksemdir hv. 3. þm. Reykv. koma að litlu liði fyrir hann, sérstaklega þar sem hér er aðeins um kostnaðaratriði að ræða.

Það, sem ég legg áherzlu á, er, að Reykjavík fái tækifæri til þess að gera skyldu sína í þessum efnum, að enda eins og hún hefir byrjað vel, haldi áfram að gera það sómastrik, að lyfta undir með rekstri þessa húss.