29.03.1940
Efri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í B-deild Alþingistíðinda. (245)

85. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég get vísað til þess, sem ég sagði við fyrstu umr. þessa máls, og að öðru leyti til þess, sem hv. frsm. og hv. 1. þm. Reykv. hafa sagt um þetta mál. Viðvíkjandi brtt. á þskj. 210 vil ég vekja athygli hv. deildar á því, að þó svo sé að vísu, að innflutningsgjald á benzíni sé ákveðið 8 aurar, er það í rauninni hærra með því fyrirkomulagi, sem nú er, að innheimta líka aðflutningsgjald af flutningsgjaldinu, og hefir ekki verið tekin ákvörðun um að breyta frá því, svo segja má, að innflutningsgjaldið sé 9 aurar, en ekki 8 aurar. Ég get að öðru leyti látið þetta afskiptalaust hér í þessari deild, þar sem ég á atkv. um það í annari deild og mun greiða atkv. um það þar.