10.04.1940
Sameinað þing: 17. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (2467)

114. mál, æðsta vald í málefnum ríkisins

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Vegna þeirra atburða, sem gerzt hafa í Danmörku, og þess ástands, sem nú ríkir þar í landi, hefir ríkisstj. ákveðið að bera fram þær tvær þáltill. sem hér liggja fyrir. Till. hafa í allan dag verið ræddar í utanrmn„ við þm. þá, sem styðja ríkisstj., svo og hv. 3. þm. Reykv. (HV). Hafa allir alþm. verið sammála ríkisstj. um þá óhjákvæmilegu nauðsyn, að bera till. fram og fá þær samþ. á Alþ. þegar á þessari nóttu.