18.04.1940
Sameinað þing: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í D-deild Alþingistíðinda. (2504)

27. mál, verðhækkun á fasteignum

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! N. hefir orðið sammála um að leggja til, að till. yrði samþ. með lítilli breytingu. Ég veit ekki, hvort hv. meðflm. mínir eru þessari breyt. sammála. Það er ekki efnisbreyt., en orðalag er ekki alveg eins ákveðið og áður samkv. brtt. Þau er talað um, „hvort ekki væri ástæða til“, í stað þess að segja beinlínis, að ástæða væri til. Hefi ég fallizt á þetta til samkomulags. Á þörfina á þessu hefi ég áður minnzt í framsögu eins og þarf, og það er líka tekið fram í grg. En n. leggur til, að málið sé samþ. með brtt. þeirri, sem prentuð er á þskj. 483.