18.04.1940
Sameinað þing: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (2575)

24. mál, innflutningur á heimilisnauðsynjum farmanna

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vil ekki láta þessa till. fara svo framhjá mér, að ég segi ekki nokkur orð um hana.

Það hefir kennt nokkurs misskilnings í umr. um þetta mál, og er það e. t. v. eðlilegt, eins og nú hefir verið háttað um þessi mál. Eftir því, sem ég frekast veit, er það í raun og veru rétt, sem hæstv. viðskmrh. minntist á, að ágreiningurinn hefir aðallega verið um þá upphæð, sem ber að greiða farmönnum í erlendum höfnum. Hinsvegar hefir verið minni ágreiningur um það, þegar á land er komið, að menn fengju að fara með það, sem þeir hafa keypt, heim til sín. Það er vitanlegt, að í þeim gjaldeyrisl., sem nú gilda, er ekki gert ráð fyrir því, að .sá varningur, sem sjómenn fá í erlendum höfnum, þurfi endilega að vera háður leyfum gjaldeyrisn. Ég fékk komið þessu ákvæði inn í 1. síðast þegar þau voru til umr. hér á Alþ., að ekki þurfi að leita til gjaldeyrisn. um leyfi fyrir þær vörur. Að því leyti þarf ekki að taka þetta fram um innflutningsleyfi, því að samkv. núgildandi l. þurfa farmenn ekki að standa í stímabraki um að fá þau. En eins og getur að skilja, þá er gengið nokkuð ríkt eftir því, að menn greiði tolla af tollskyldum vörum, þegar þeir komu í land, og á það var lítilsháttar minnzt hér áðan í sambandi við aðalti1l. En samkv. þeirri till., er hér liggur fyrir, fer flm. hennar fram á, að farmenn fái allir 150 kr. í erlendum gjaldeyri í hverri ferð, og það er í raun réttri lægra en það, sem menn yfirleitt hefir dreymt um að fá með frjálsum samningum við atvinnurekendur um úthlutun erlends gjaldeyris í ferðum til útlanda. Það má reikna með því, að ferðir til Englands með fiskiskipunum taki að jafnaði mánuð, og 150 íslenzkar kr. jafngildi 6 sterlingspundum. Að vísu er gengi pundsins nokkru lægra nú, en sé reiknað með meðalgengi, þá er eitt pund sama sem 25 íslenzkar kr. Nú hefir það verið svo fyrir síðustu áramót, að farmenn hafa almennt fengið erlendan gjaldeyri sem þessu nam í hverri ferð, ef maður miðar við þá farmenn, er hafa fremur lág laun. En yfirmenn fengu að vísu allverulega hærri upphæðir. Mér er engin launung á því, að samkv. viðtali við nokkra sjómenn mun hafa verið ætlazt til þess að heimila, að þeir fengju allt að 25% af mánaðartekjum sínum í erlendum gjaldeyri, en þó þannig, að sett væri ákveðið hámark á þá upphæð. Samt er sú upphæð hærri en gert er ráð fyrir í þessari till. Ég get nefnt það, að menn hafa talað um 200 kr. hámark, og að farmenn gætu alls ekki fengið meira fé í erlendum gjaldeyri, án tillits til þess, hvort þeir eru hátt eða lágt launaðir. Þetta er sjálfsagt. nokkru lægra en menn myndu geta fengið við frjálsa samninga, en eins og kunnugt er, þá er það skylda samkv. sjómannal., ef menn krefjast þess, að greiða þeim kaup sitt í er lendri mynt, ef þeir sigla til erlendra hafna, a.m.k. að mestu leyti þær upphæðir, sem þeir eiga inni, og sjómannastéttin lítur svo á, að vilji Alþ. ekki með neinum bindandi samþykktum afsala sér þessum rétti, sem það á samkv. sjómannal., þá verði að grípa til einhverra ráða.

Það hefir verið nokkuð deilt um það, hvort stríðsáhættuþóknunin skuli reiknast sem kaup. En í bréfi hæstv. viðskmrh., sem hann sendi út til atvinnurekenda rétt eftir nýárið, hefir hann skilið það svo, að áhættuþóknun sjómanna skyldi reiknast sem kaup samkv. ákvæðum sjómannal., og af einkasamtölum hefi ég fengið að vita, að Norðurlandabúar líta þannig á, að áhættuþóknun sjómanna beri að reikna á sama hátt sem kaup. Svo var það síðast, að þá var einmitt það, sem sjómenn óskuðu, að tekið yrði fullt tillit til, að þeir fengju ekki mínna en 1/4 af samanlagðri áhættuþóknun og kaupi í erlendri mynt.

Nú má að vísu geta þess, að allmargir sjómenn hafa ekki notað sér allan þann gjaldeyri. sem þeim var heimilt að fá; að sumu leyti vegna þess, að þeir höfðu ekki ráð á því að verja svona miklu fé til kaupa á erlendum varningi og myndu alls ekki gera það framvegis. En allir sjómenn, sem sigla að staðaldri, geta notfært sér þetta.

Þessi regla komst einu sinni á endur fyrir löngu, og siðan hefir orðið miklu tryggara en áður var fyrir sjómenn, er sigla milli landa, að fá gjaldeyri í erlendum höfnum með frjálsum hlutaskiptum um kaupskap. Það hefir verið gengið inn á það sem meginreglu, að þeir gætu fengið 1/4 af mánaðartekjum sínum í erlendri mynt, og geta allir séð, hver trygging skapast við það. En mér er ekki grunlaust um, að þessi trygging hafi verið illa séð meðal kaupsýslustéttarinnar, því að kaupsýslumenn töldu, að farmenn notuðu erlendan gjaldeyri til að flytja inn vörur og selja þær Pétri og Páll, og þessar vörur væru oft bæði vandaðri og ódýrari en þær, sem fengjust í verzlunum hér. Þessi regla hefir gilt fram að þessu. En hið breytta viðhorf, fyrst lækkun íslenzku krónunnar og af því leiddi, að allar vörur hafa orðið dýrari en áður. bæði hér á landi og erlendis, og menn verða því að fá meira en 1/4 af mánaðartekjum sínum eins og þær voru til að geta keypt jafnmikið og áður, hefir leitt til þess, að hér á Alþ. hefir komið fram till. um, að sjómenn fengju vissan hluta af áhættuþóknuninni að meðtöldu kaupinu í erlendum gjaldeyri.

Hvað er það svo, sem sjómenn hafa yfirleitt fengið fyrir þennan erlenda gjaldeyri? Enginn hefir fullt yfirlit yfir það, en það er langoftast fatnaður, bæði tilbúinn klæðnaður og fataefni, skófatnaður og mansjetskyrtur. En það er nokkuð misjafnt, og má þar greina á milli eftir því, til hvaða landa menn sigla. Farmenn, sem sigla til Bandaríkjanna, nota mjög lítið af erlendum gjaldeyri, og stafar það af því, hve vörur eru þar dýrar. Ég hefi heyrt, að farmenn teldu langtum hagkvæmara að gera kaup sín hér á landi en að breyta kaupi sínu í dollara og kaupa vörur í Bandaríkjunum. Hinsvegar er ekki því að neita, að viðhorfið er allt annað, þegar menn sigla til Bretlands, því að bæði er í mörgum tilfellum hægt að fá þar betri vörur og ódýrari vörur en hér á Íslandi, einkum allskonar klæðnað.

Nú er í þessari till. talað um heimilisþarfir allskonar. Það er víðtækt orð. Ég vildi gjarnan fá skilgreiningu á því, hvað gæti heyrt undir heimilisþarfir. Þarfir heimilanna eru mjög margvíslegar, allskonar matur og margt fleira, og orðalag till. er alls ekki skýrt. Til slíkra þarfa gætu vel talizt t. d. sykur og kaffi, sem menn gætu e.t.v. keypt erlendis. Ég þykist vita, að þessi till. geti aldrei náð til tollskyldra vara, sem alveg er bannað að flytja til landsins nema fyrir einkasölur, svo .sem tóbak og áfengi. Ég geri ráð fyrir, að einmitt þetta þurfi að koma fram í umr., hvað geti talizt heimilisþarfir, og hváða vörur það séu, sem ætlazt er til, að farmenn geti fengið samkv. þessari till.

Yfirleitt verð ég að segja það, að ég er þeim mönnum þakklátur, sem vilja greiða fyrir þessu máli. Eftir því sem mér hefir skilizt, þá mun því nú verða vísað til hæstv. ríkisstj., og ég treysti því, að hún sé nokkurn veginn fullviss um, að það beri að greiða fyrir framgangi þessa máls. Ég tel líkur til þess, að stj. sé þessu máli hlynnt, og því verði aldrei komið fram að tefja þetta mál, ef svo óheppilega tekst til, að hæstv. viðskmrh. fari að senda árásarbréf á sínum tíma. Ég vona, að ríkisstj. leitist við að koma þessu á nokkurnveginn eðlilegan rekspöl, og að sjómenn geti fengið erlendan gjaldeyri, sem því svarar, er þeir sætta sig við. Á ég þar þó aðeins við þá sjómenn, sem eru tiltölulega lágt launaðir. Hinsvegar skal ég taka það fram, að farmenn, sem hafa háar tekjur. t. d. skipstjórar, gætu náttúrlega misnotað þetta, ef ákveðið yrði, að lallir farmenn skyldu fá ákveðinn hluta af kaupi sínu í erlendri mynt. Þeir gætu eytt meiri peningum en hinir og keypt óhæfilega mikið af erlendum vörum. Ég er fyllilega sammála um það, að það eigi að selja ákveðið hámark, er gildi jafnt fyrir alla. Ég hygg, að nokkuð líkt viðhorf hafi komið fram frá hálfu sjómanna um þessi mál. Ég er nokkurnveginn fullviss um það, að það verður hægt að breyta þessu máli á friðsamlegan hátt. Ég vænti þess, að þetta mál verði leyst með fullum skilningi. Ég vil að vísu segja það, að ég vildi óska, að þessi upphæð hefði verið ákveðin nokkru ríflegri en þessi till. fer fram á, og hún myndi verða nokkuð bindandi fyrir farmenn með tilliti til erlends gjaldeyris, ef hún verður samþ. eins og hún liggur fyrir, því að upphæðin er ákveðin lægri en í hinum almennu kröfum af hendi sjómanna. Ég mun samt greiða henni atkv. eins og hún er. Ég er ekki viss um, hvað ég græddi á því að bera fram brtt., því að ég tel óvíst, að Alþ. myndi vilja fallast á hana, og ég býst við, að svo fari, að það geti orðið nauðsynlegt að vera ekki að hanga mjög í föstum reglum um þessa hluti. Eftir því, sem ég veit bezt, mun það hafa verið þannig áður en styrjöldin hófst á Norðurlöndum, að meðal farmanna, er þurftu á erlendum gjaldeyri að balda., mun hafa verið tekið mjög mildum tökum á málunum hvað þetta snertir. Það er rangt að gera menn óánægða á þessu sviði. Mér er ekki skiljanlegt, hvers vegna þeir þm., sem hafa þá skoðun, að það eigi að breyta þeim l., sem nú gilda um þetta efni, vilja ekki heldur breyta þeim svo, að menn geti orðið nokkurnveginn ánægðir. Ég álít, að það væri hið skynsamlegasta hvað þetta snertir.