23.04.1940
Sameinað þing: 22. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í D-deild Alþingistíðinda. (2587)

24. mál, innflutningur á heimilisnauðsynjum farmanna

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Ég vil aðeins geta þess, að ég mun fara fram á, að frestað verði þeim málum, sem nú eru á dagskrá, og veitt fundarhlé, þannig að það þyrfti ekki að koma í bága við afgreiðslu þessa máls að fresta fundinum, þótt ekki yrði annar fundur á þessu þingi. Sjálfstfl. hefir ekki getað athugað afstöðu sína um kosningar, sem fram eiga að fara á fundinum.