17.04.1940
Sameinað þing: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í D-deild Alþingistíðinda. (2677)

103. mál, innflutningur á fiskiskipum

*Flm. (Jóhann Jósefsson):

Út af till. hv. þm. V.-Húnv. get ég lýst yfir því, að það er náttúrulega í sjálfu sér réttara, að svona mál sé athugað í n., þó að þetta atriði, sem hér um ræðir, þurfi ekki nauðsynlega athugunar við. En það er ekki ætlun okkar flm. að setja okkur upp á móti nauðsynlegri athugun, og ekki er heldur rétt að amast við því, að hugleiðingar hv. þm. V.-Húnv. komi til athugunar. En af því að ég geri ráð fyrir, að hv. þm. sé mér sammála um það, að málið eigi ekki að fara til n. til þess að það sofni þar svefninum langa, þá er að spyrja, hvort hæstv. forseti getur upplýst það, hvort tími myndi vinnast til þess áður en þingi er slítið að afgreiða málið, þó að það færi til n. Ef hæstv. forseti telur það líklegt. að tími verði til að afgreiða það, þá er ekkert á móti því, að málinu sé vísað til n.