16.04.1940
Neðri deild: 37. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (283)

117. mál, veðurfregnir

*Atvmrh. (Ólafur Thors):

Með frv. þessu, sem er lagt fyrir Alþ. af ríkisstj., er farið fram á að fresta, þar til öðruvísi er ákveðið, framkvæmd l. nr. 37 23. júní 1932, um útvarp og birtingu veðurfregna. Í þeim l. eru, eins og hv. þm. vita. nokkuð margvísleg fyrirmæli varðandi birtingu á veðurfregnum. Nú hefir ríkisstj. talið nauðsynlegt, af ástæðum, sem greindar eru í aths. frv., að gera breyt. frá því, sem verið hefir í þessum efnum. En af því leiðir, að ríkisstj. þarf að öðlast staðfestingu Alþ. á heimild til þessara breyt., sem er um það, að fella niður, þar til öðruvísi verður ákveðið, þau ákvæði l., sem fyrirskipa þessa birtingu veðurfregna, með ákveðnum skilyrðum.

Ég vænti þess, að hv. d. geti afgr. þetta mál með eðlilegum hraða, svo það þurfi ekki að vekja neinar deilur. Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. án nefndar.