12.03.1940
Sameinað þing: 5. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (33)

1. mál, fjárlög 1941

*Einar Olgeirsson:

Herra forseti! Í sambandi við þann úrskurð, sem hæstv. forseti hefir flutt viðvíkjandi útvarpi frá eldhúsumr., þá vil ég enn mótmæla því, sem hér hefir komið fram.

Hæstv. forseti tilkynnti, að hann hefði leitað álits formanna allra þingfl. um það, með öðrum orðum formanna allra stjfl. hér á Alþ., og þeir hefðu ekki óskað eftir því, að útvarpað yrði eldhúsumr. Þetta þýðir það, að stjfl. hér á hæstv. Alþ. hafa komið sér saman um það að útvarpa ekki umr. um fjári. til þjóðarinnar. Á síðasta þingi var reynt að afsaka þetta með því hve áliðið væri þings, og því ekki nokkur tími til þess að hafa útvarpsumr. Það var þá ekki látið líta svo út sem neitt brot á þingsköpum eð, þingreglum, sem myndazt hafa, heldur ætti þall að vera til þess að spara. Nú er auðséð, að þessi þjóðstjórn er að gera það að fastri reglu að fella niður útvarp við eldhúsumr., sem vanalega hafa verið við 3. umr. og eru þær umr. hér á Alþ., sem fólkið í landinu hefir mest hlustað á.

Ég mótmæli því aftur fyrir hönd Sósíalistafl., að þetta sé löglegt. Ég held því fram, að skylt sé eftir anda þingskapanna að útvarpa eldhúsumr. Þótt stjfl. hafi reynt að hanga þarna í orðalagi, geta þeir samt ekki neitað því, að þetta, er á móti öllu þingræði og móti anda þingskapanna, að útvarpa ekki eldhúsumr. En þetta er gert til þess að dylja það, hvernig stj. hefir breytt gagnvart þjóðinni, og hindra það, að hún fái að vita það. Stjfl. hafa þó fimmfaldan ræðutíma á við Sósíalistafl., og virðist því sem þeir ættu að þora að mæta okkur í útvarpinu.

Ég lýsi því hér yfir, að slíkar eldhúsumr., eins og hér er ætlazt til, að fari fram, brjóta í bága við I. um þingsköp. Það var borin út dagskrá og gengið þar út frá að hafa engar eldhúsumr. nú. Hinsvegar hafa eldhúsumr. verið hafðar í sambandi við 3. umr. fjárl. Þessar aðfarir hér ná ekki nokkurri átt. Og þetta er einn liðurinn í framferði ríkisstj. til að hindra, að þjóðin fái að vita um aðgerðir hennar í pólitíkinni.

Sósíalistafl. krefst þess sem eini andstöðufl. hér á Alþ., að þessum eldhúsumr. verði útvarpað til þjóðarinnar eins og áður hefir tíðkazt.