22.04.1940
Efri deild: 44. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

86. mál, ríkisreikningurinn 1938

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir athugað frv. og borið það saman við ríkisreikninginn. Ég vil vekja athygli á því, að það er smávægileg villa í frv. miðað við ríkisreikninginn, og benti fjhn. Nd. á það og taldi, að þessu mætti breyta, þegar l. verða prentuð upp, og tæki því ekki að bera fram sérstaka brtt. Fjhn. þessarar d. er sammála um, að ekki taki að bera fram sérstaka brtt. út af þessu smávægilega atriði.

Að því er snertir aths. yfirskoðunarmanna ríkisreikningsins, þá hefir n. ekki séð ástæðu til þess að bera fram neinar tillögur út af því. Hinsvegar felst ekki í því neinn dómur um störf yfirskoðunarmanna annar en sá, að n. lítur svo á, að ekkert af því. sem þeir benda á sé svo stórvægilegt, að þörf sé sérstakra aðgerða Alþ. út af því.