01.04.1940
Efri deild: 26. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í B-deild Alþingistíðinda. (382)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég þykist sjá það, að hv. 1. þm. N.-M. misskilji það, hvað ætlazt er til með þessari heimild, sem hér um ræðir. Hann virðist skilja þessa heimild þannig, að hún eigi að koma til viðbótar við há lækkunarheimild, sem gert er ráð fyrir í fjárlfrv. fyrir árið 1941. Það er alls ekki mín hugmynd, að þetta verði 35% ofanálag, heldur verði það staðfesting á því, sem gert er ráð fyrir í fjárl. Það er alls ekki meiningin, að lækkunarheimildin verði 70%, þó að þetta frv. verði samþ. Ég vil þess vegna vænta þess, að hv, þm. sjái sér fært að draga nokkuð úr gífuryrðum sínum í sambandi við þessa heimild. Hvað viðvíkur hinni sérstöku lækkun á framlagi til byggingar- og landnámssjóðs, þá vil ég segja það, að það er alls ekki rétt hjá hv. þm., að nokkur fyrirheit hafi verið gefin um þetta á síðasta þingi. Þá var gert ráð fyrir, að lækkun á þessum lið yrði 120 þús. kr., og þessi lækkun byggist á þeirri rökréttu hugsun, að úr þessum framkvæmdum hljóti að draga vegna þess að byggingar muni fall niður, af því að byggingarefni sé ófáanlegt. Það er því ljóst, að ef fært er að lækka þetta framlag um 125 þús. kr. á árinu 1940, mundi undir sömu kringumstæðum fært að lækka þetta framlag 1941, og því er beinlínis gengið út frá. Annars sé ég enga ástæðu til að gera þetta að sérstöku deilumáli við þessa umr.; það er nógur tími til þess að fara frekar út í þá sálma, þegar n. er búin að athuga málið og gera sínar till. því viðvíkjandi.