22.04.1940
Efri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (388)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

*Erlendur Þorsteinsson:

Ég skal ekki fara út í langar umr. um þetta mál, en ég held, að það hafi verið óþarfi að skilja orð mín svo, að ég byggist við, að það yrði nokkuð byggt á næsta ári. Hitt hlýtur öllum að vera ljóst, að eftir því sem árin líða fleiri, sem ekkert verður byggt, verður þörfin þeim mun ríkari fyrir að byggja mikið þegar hægt verður. Líka má það öllum ljóst vera, að þó að þessi styrjöld hætti, já mun allt efni og farmgjöld halda áfram að vera mun hærra en á venjulegum tímum. Það er þess vegna gefið, að það muni þurfa á stærri lánum að halda til bygginganna, þó hægt væri að ná í efni, og meira fé til að greiða texti. Ég ætla, að það muni ekki muna svo litlu, hvort þeir fá þetta framlag eða ekki. Annars skal ég endurtaka það, sem ég áðan sagði, sem ég veit, að hæstv. fjmrh. er ekki síður ljóst en mér, að nú þegar er búið að draga úr starfsemi þessara sjóða. Það er auðvitað mál, að það getur komið fyrir bæjarfélögin ekki síður en ríkissjóð, að lenda í fjárþröng. Ef hinsvegar vel tekst til með okkar framleiðslu, sem allir vona, þá þarf aldrei að koma til þess að nota þá heimild, sem hér er gefin. Hinsvegar vil ég undirstrika það, að ég álít, að þurft hefði að fara allt aðra leið til að mæta ástandinu en gert er ráð fyrir í frumvarpi því, sent hér liggur fyrir.