22.04.1940
Efri deild: 46. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (392)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Enda þótt frv. það, sem hér liggur fyrir, hafi tekið miklum stakkaskiptum til hins betra frá því, að það var hér til 1. umr., — en þá lýsti ég mig andstæðan því í öllum aðalatriðum — þá hefir afstaða mín til frv. ekki breytzt enn. Ég hefi ekki enn fengið svör við þeim spurningum, sem ég þá spurði um, m.a., hvernig væri háttað með 1. lið a. í frv., en þar er ákveðið, að lækka megi framlag byggingar- og landnámssjóðs um 35%. En í 2. gr. l. nr. 76 frá 1936 er tekið fram, að sjóðurinn skuli fá 200 þús. kr. á ári. Áður erum við svo búnir að samþ. á þessu þingi l., sem heita l. um bráðabirgðabreyt. nokkurra 1., og 9. liður þeirra hljóðar svo, að á árinu 1941 skuli framlag ríkissjóðs til byggingar- og landnámssjóðs lækka niður í 125 þús. kr. Á sama þingi lækkum við því þetta 200 þús. kr. framlag með tvennum l. Í öðru laginu samþ. við 35% lækkun á því, en í hinu laginu 75 þús. kr. Ég geri ráð fyrir, að það yrði sú lækkunin, sem lengra gengur, er myndi eiga að gilda, eða 75 þús. kr. lækkunin. En þá skil ég ekki, til hvers er verið að taka þetta upp í þetta frv. aftur, nema það sé meiningin að lækka framlagið um meira en 75 þús. kr. En það má ekki samkv. l. um bráðabirgðabreyt. nokkurra l. Ég benti á við umr. hér áður, að þetta væri brigðmælgi af hálfu hæstv. fjmrh., þar sem hann á þinginu í vetur, þegar ég talaði um það þá, hvort lækka ætti þennan lið meira er um 75 þús., lofaði, að það skyldi ekki gert, eftir að ég hafði bent á, að sjóðurinn væri búinn að lofa svo miklum lánum, að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, nema hann fengi að halda öllu því framlagi. Þá sagði hæstv. fjmrh., að sjóðurinn gæti fengið lán úr sparisjóðseild bankans árið 1940, því að á árinu 1941 yrði ekki byggt svo mikið, að hann þyrfti á öllum sínum tekjum að halda til útlána. Þetta sætti ég mig við á þeim grundvelli, að fjárframlagið yrði ekki lækkað meira en niður í 125 þús. kr. og mætti því 1941 greiða sparisjóðsdeild það, sem þaðan yrði lánað 1940. Ég ég segi enn, að það séu svik við gefin loforð, ef lækka á þennan lið um meira en 75 þús., sem gert er með bráðabirgðabreyt. nokkurra laga.

Þá get ég ekki heldur fallizt á b-lið 1. liðs frv., sem er um styrk til endurbygginga íbúðarhúsa í sveitum. Það er búið að lofa styrk til þessara húsa og leggja í kostnað við þau, og nýbýlanefnd, sem lofað hefir ákveðnum mönnum styrknum, verður svikari við þessa einstaklinga, sem byggt hafa á því loforði, ef hún fær ekki þessa fjárhæð, án þess hún sé skorin niður. Ég get því ekki enn verið með frv., þótt tvær af þeim ástæðum, sem voru til þess, að ég lýsti mig andvígan því, hafi nú fallið niður. Það er að vísu búið að taka út úr því nýbýli og samvinnubyggðir, enda var óþarfi að setja þau undir þetta 35% ákvæði, nema meiningin hefði verið að skera niður styrk til einstaklinga. Á þetta benti ég við fyrri umr., og það hefir verið tekið til greina. Jarðræktarstyrkinn benti ég líka á, og það hefir einnig verið tekið til greina. Ég benti líka á, að hæstv. fjmrh. sagði, að þótt ekki þyrfti e.t.v. að halda á þessum greiðslum, þá væri gott að hafa lækkunarheimildina, ef á þessu fé þyrfti að halda til annars, sem meiri þörf væri fyrir, og verið gæti meiri þörf fyrir að skera niður eina upphæðina frekar en aðra. Þetta hefir einnig verið tekið til greina og verið flutt brtt., sem orðaði um 1. gr. a. II, og get ég sætt mig við það svona. En ég óska enn að fá svar við spurningum mínum um a. I. Það er vitað, að l. segja, að leggja eigi 200 þús. kr. í sjóðinn, en nú er búið að breyta því með tvennum l., öðrum á þskj. 84 undir tölul. 9 og svo þessum. Hvernig á að breyta l.? Hvort ákvæðið á að gilda sem breyt. á l.?