22.04.1940
Neðri deild: 48. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Það er að því leyti svipað um þetta mál og það, sem síðast var hér til umr. (frv. til l. um gjaldeyrisverzlun o.fl.), að það er langt síðan það kom fram hér á þingi, og um það hafa staðið samningar og því verið breytt í það horf, sem það hefir nú, þegar það kemur til þessarar d. Breyt. þær, sem gerðar hafa verið á frv., eru þær, að felld hefir verið burt heimild í 1. gr. l. tölul. c., um að lækka megi framlag til nýbýla og samvinnubyggða um 35%. Einnig hefir verið felld burt heimild sú, sem var í 2. tölul. 1. gr. um að lækka framlag ríkissjóðs til jarðabótastyrkja, og er það gert með það fyrir augum, að um þessa styrki standi sérstaklega á og öðruvísi en um önnur gjöld, sem heimilað er að skerða samkv. þessu frv., og um þetta hefir einnig náðst samkomulag. Ég geri ráð fyrir, að hv. þm. líti fjármálaástandið talsvert öðrum og alvarlegri augum en jafnvel þegar þetta mál kom fram, og geti orðið sammála um, að óhjákvæmilegt geti orðið að grípa til sérstakra og róttækra og því miður róttækari ráðstafana en gert er í þessu frv.

Ég vil því mælast til, að d. samþ. þetta frv. eins og það liggur fyrir.