04.03.1940
Neðri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

34. mál, skipun læknishéraða

*Ásgeir Ásgeirsson:

Ég heyri og þykir gott að heyra, að það stafar aðeins af misskilningi, að þetta var tekið út. Það hefir verið reynt að fá þarna hjúkrunarkonu, en það hefir ekki tekizt enn. En þarna hefir starfað á síðasta ári kona, sem er þaulvön og læknir hefir gefið vottorð um, að ágætt sé að eiga samstarf við. Nú vill hún hætta vegna heilsubrests, en hefir ekki gert það enn. Síðast þegar ég átti tal um þetta við héraðslækninn, skyrði hann mér frá, að forstöðukona Hjúkrunarkvennafélagsins hefði málið með höndum og hefði lofað að gera sitt ýtrasta til þess að útvega hjúkrunarkonu á þennan stað.