14.03.1940
Sameinað þing: 6. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

1. mál, fjárlög 1941

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Með því að mjög fáar brtt. hafa komið fram frá einstökum hv. þm. og ekki er þörf að gera þær að umtalsefni, get ég verið mjög stuttorður, þar sem einnig hæstv. fjmrh. var mjög hógvær í aths. sínum við gerðir fjvn. En ég tel þó rétt að víkja nokkrum orðum að þeim atriðum, sem hann gerði að umtalsefni.

Ég vil þá fyrst víkja að því, að hve miklu leyti þm. eru sammála um afgreiðslu fjárl. og að hvaða leyti skoðanir þeirra eru skiptar.

Allir munu sammála um, að nauðsynlegt sé og æskilegt, að fjárl. séu gætilega afgr., og í raun og veru vildu allir sjáifsagt óska þess, að hægt væri að lækka verulega ýmsa útgjaldaliði ríkisins. Hitt eru aftur á móti ekki allir sammála um, hvaða liði skuli helzt lækka. Hæstv. fjmrh. hefir sérstaklega bent á ýmsa liði á 13. og 16. gr. Er það að sumu leyti eðlilegt, þar sem þar finnast margir allháir liðir, sem eru ekki lögbundnir, en aftur á móti eru ýmsir hv. þm. þeirrar skoðunar, og ég tel mig í flokki þeirra, að óeðlilegt sé og mjög varhugavert að lækka fjárframlög til verklegra framkvæmda, en taka aftur á móti upp hækkanir til launagreiðsina. Og þrátt fyrir þessa skoðun get ég viðurkennt, að launamenn eru margir hverjir ekki of sælir af því, sem þeir fá, þ.e.a.s. starfsmenn ríkisins. hað verður að viðurkenna, að hagur þeirra fer versnandi eftir því sem dýrtíð vex. En lágmarkskrafa frá minni hendi, og ég veit, að svo er um marga aðra hv. þm., er þó sú a.m.k., að ef ætti að lækka framlög til verklegra framkvæmda, og það mundi ganga út yfir fjölda manna, sem taka laun sín sem daglaunamenn, þá yrðu a.m.k. látin standa í stað laun þeirra manna, sem hafa föst laun eða árslaun. Þetta sjónarmið vildi ég að kæmi fram, því að ég veit, að um þetta verða vitanlega átök, ef til þess kemur að fá algert samkomulag um lausn þessara mála.

Hæstv. fjmrh. gat um, að honum hefði skilizt svo, að fjvn. hefði ætlað sér að koma með frv. til um, að hægt væri að hreyfa einhverja útgjaldaliði, sem eru nú lögbundnir. Þegar við hv. form. fjvn. áttum tal við hæstv. forsrh. og fjmrh. um þetta efni, kom þetta til tals, en það kom aldrei til greina, að fjvn. flytti slíkt frv., heldur mundi hæstv. stj. leggja slíkar till. fram. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að fjvn. muni ekki leggja fram frv. til breyt. á útgjaldaliðum, sem eru nú lögbundnir. Hinsvegar mun n. eindregið óska eftir, að hæstv. stj. leggi fram till. um þessi efni, því að svo getur farið, ef tekjur ríkissjóðs bregðast, að lækka yrði þá ólögbundnu liði fjárl. svo mikið, að það yrði óviðunandi fyrir þá, sem þeirra greiðslna ættu að njóta, ef því væri að engu leyti einnig dreift yfir þá liði, sem eru nú lögbundnir. Þetta veit ég, að fjvn. óskar eindregið eftir, að hæstv. stj. athugi og geri till. sínar um.

Ég vil ekki segja neitt um tekjuliði frv. umfram það, sem ég tók fram áðan, en aðeins undirstrika það, sem ég sagði þá og hæstv. fjmrh. viðurkenndi líka, að þrátt fyrir það, að innflutningur kunni að minnka allverulega, þá hlýtur bæði vörutollur og verðtollur að gefa miklar tekjur, einmitt vegna verðhækkunar á vörum og hækkuðum farmgjöldum, og einnig með hliðsjón af því, hvernig hin nýju l. um tollskrá ætlast til, að reiknaður verði verðtollur og vörumagnstollur.

Ég skal ekki margt segja um það, sem hæstv. fjmrh. sagði um fjármálaástandið í landinu. Hann sagði, að viðhorf sitt til afgreiðslu fjárl. hefði breytzt nokkuð eftir að hann hefði kynnt sér ástandið eins og það væri. Ég geri ráð fyrir, og enda veit, að ástandið er að mörgu leyti erfitt. En ég hygg þó, að ekki sé óeðlilegt, þegar illa árar eins og nú og erfitt er um öflun tekna til allra þeirra þarfa, sem fullnægja verður í ríkisbúskapnum, þó að afborganir af skuldum geti ekki farið fram að öllu leyti eins og verða mundi í góðæri. Hitt er annað mái, að vei má vera, að erfitt verði að fá viðbótarlán til þess að mæta þeim samningsbundnu afborgunum.

Hæstv. ráðh. minntist á einstaka liði, sem ég sé ekki ástæðu til að gera að umtalsefni, þar sem ekki er í raun og veru um ágreining að ræða. Þó vil ég nefna einn lið, en það er till. n. um lækkun á útgjöldum bæjarsíma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hann gat þess, að póst- og símamálastjóri hefði látið orð falla um það, að á sama stæði, hvaða tölur stæðu í þessum lið í fjárl., því að þetta yrði borgað samt sem áður. Mér þykir óviðkunnanlegt, að opinber starfsmaður skuli láta svona orð falla, og kann ekki heldur við, að slíkt sé samþ., hvorki af fjvn., Alþ. né heldur hæstv. fjmrh., því að vitanlega þurfa forstjórar ríkisstofnana að beygja sig fyrir því, sem Alþ. ákveður, hvort sem þeim líkar betur eða verr, ef ekki er um bersýnilegar villur að ræða, sem er ekki hægt að framkvæma. Ég hefi hér í höndum sundurliðun á rekstrarkostnaði bæjarsímans í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir 1939. Þar eru 3 liðir, sem heita „efnivörur allskonar og kostnaður við þær“, þeir liðir eru sem hér segir:

a. Keypt hérlendis .............. 24276.27 kr.

b. Keypt erlendis, kostn. og tollar 176083.61 kr.

c. Gengistap á efnisskuldum .... 25024.08 kr.

Samtals 222383.96 kr.

Um stærsta liðinn; 176 þús., vísast til undirliða, og er þar hinn svokallaði jarðsími. Ég kannast við það frá viðtölum við póst- og símamálastjóra, að hann ætlar sér að leggja símann í jörðina, og er það í sjálfu sér nauðsynlegt, en fjvn. hefir litið svo á, að vegna þeirra miklu innflutningsörðugleika, sem við höfum nú við að stríða, því verði þetta að bíða. Ég kannast við, að það geta verið einhverjir spottar, sem nauðsynlegt er að leggja í jörðina, en þó mun síminn víðast hvar vera í því lagi, þar sem hann er á staurum, að ekki sé aðkallandi að leggja hann í jörðina, og það er slíkt, sem fjvn. álítur, að verði að bíða eins og nú standa sakir, og hygg ég, að hægt sé að komast af með þá fjárveitingu, sem n. leggur til.

þm till. um útvarpið er það að segja, að n. átti tal við útvarpsstjóra og 2 menn úr útvarpsráði, og eru till. gerðar í samráði við þá.

Um dýrtíðaruppbótina vil ég segja það, að ég tel — og ég hygg, að meiri hl. fjvn. líti svo á, ég skal ekki segja hve margir — að ekki komi til mála að greiða dýrtíðaruppbót á öll laun, hversu há sem þau eru. Að þessu leyti hlýtur frv. um dýrtíðaruppbót að taka breyt. til lækkunar í meðferð þingsins. Það er mjög hæpið að byggja allt á gengislögunum. Ég tel allt öðru máli gegna um verkamenn. Þeir hafa óvissar tekjur og misbrestasama atvinnu. Þeir, sem hafa fast starf hjá einstökum atvinnufyrirtækjum, hafa einnig lakari aðstöðu en þeir, sem vinna hjá ríkinu, því að ef fyrirtækið gengur saman, þá kemur oft fyrir, að mönnunum er sagt upp, en starfsmenn hjá ríkinu aftur á móti halda stöðum sinum og launum í lengstu lög. Og þegar neyðarástand getur orðið, þá hlýtur svona hugsun að vakna hjá mönnum, sem eiga að ráða fram úr þessu, að haga því sem mest í samræmi við ástæður einstakra manna, en ekki að fylgja reglu, sem grípur eins til allra. Ég vil einnig bæta því við sem minni skoðun, að ég tel, að einhleypir menn, sem hafa föst laun, hafi allt aðra aðstöðu en fjölskyldumenn, og beri einnig að athuga, hvort eigi að hafa sömu regiur um dýrtíðaruppbót til þeirra og hinna, sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Það er því á engan hátt hægt að ákveða neina fasta upphæð, t.d. að taka 5 millj. kr., sem mun láta nærri, að ríkið greiði starfsmönnum sínum, og reikna svo 7% af því eða 10%, og að þannig komi lausnin á því dæmi, að ekki þurfi minna en 500000 kr. Þetta þarf miklu nánari athugunar við. Ég hygg, að hægt muni verða að greiða nokkra dýrtíðaruppbót og viðhafa sanngirni, án þess að notuð verði hærri upphæð en fjvn. leggur til, og mér þykir frekar ótrúlegt, að þingið gangi svo frá málinu, að tekin verði hærri upphæð. Þá yrði manni að spyrja: Hvað verður þá um atvinnurekendurna, ef laun fastra starfsmanna eiga að hækka, en afurðir framleiðendanna að standa í stað?

Ég vil svo að lokum benda á, að það er til ein tekjuöflunarleið, sem hefir áður verið bent á hér á alþ. Hér liggur fyrir frv. um vastaskatt. Ef það yrði að l., þá mundu þar áreiðanlega koma drjúgar tekjur, og það er dálítið einkennilegt, að þegar verið er að knepa á allan hátt framlög til verklegra nytjaframkvæmda og laun fjölskyldumanna, bæði þeirra, sem taka föst laun, eins og verkamanna, þá skuli vera hikað við að nota alla þá tekjustofna, sem hugsanlegt er að nota og réttlátir eru.

Ég vil vænta þess, að um afgreiðslu fjárl. mætti verða gott samkomulag, ekki aðeins milli fjvn. og stj., heldur einnig í þinginu yfirleitt. Þeim tveimur hv. þm., sem hér hafa talað fyrir brtt. sínum, þarf ég ekki að svara, því að ég hefi ekki umboð til þess frá fjvn. að mæla með eða móti brtt. þeim, sem þar liggja fyrir. Um stærstu till., hækkun á fjárveitingu til brúargerða, vil ég þó segja, að ég hygg, að fjvn. muni ekki treysta sér til að mælt með henni, hversu gott sem málið er. Það skortir ekki, að menn stingi upp á góðum málum, það er síður en svo, en þetta er svo mikil upphæð, að ég get ekki búizt við, að fjn. sjái sér fært að mæla með henni. Öðru máli geymir um vopnafjarðarveg og styrk til þeirra manna, sem nýlega hafa tapað skipi sínu.