13.03.1940
Neðri deild: 16. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (473)

50. mál, bann gegn jarðraski

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Hv. 6. landsk. átti sæti í landbn. þessarar d. ú síðasta þingi, og varð ég ekki var við neinar aths. frá honum við þetta mál þá.

Ég skal viðurkenna, að mér er ekki fullkunnugt um muninn á þeim l., sem hann nefndi, og þessu frv. Hitt veit ég, að þeir menn, sem þetta mál báru fram á búnaðarþingi, höfðu ekki komið auga á nein lagaákvæði, sem gætu komið í veg fyrir slík landspjöll sem hér um ræðir.

Hinsvegar skal ég gjarnan ganga inn á að athuga þetta mál nánar milli umr., t.d. með þm. 6. landsk., og gera þá þær nauðsynlegar breyt., sem við getum komið okkur saman um til að samríma þetta frv. gildandi lögum.

*Emil Jónsson: Þau l, sem ég nefndi og um þetta atriði gilda, eru 1. frá 1933, nr. 28, um bann gegn jarðraski í kauptúnum og sjávarþorpum. Mér hefði þótt eðlilegast, að ákvæði þessara l. hefðu verið látin ná einnig til annara landshluta. Þau eru skýlaus að því leyti, að á þeim stöðum, sem l. ná til, er sand- og malartaka bönnuð.

Hvað því viðvíkur, að ég hafi átt sæti í landbn. og enga aths. við þetta mál gert á síðasta þingi, þá er það að segja, að eftir að ég byrjaði að starfa í fjvn., þá sinnti ég lítið störfum í landbn., og má vel vera, að málið hafi verið tekið þar til meðferðar án þess að ég hafi orðið var við það. Ef ég hinsvegar hefði orðið var við, að málið væri þar tekið fyrir, hefði ég efalaust gert við það mínar aths., því mér voru þá þessi l. jafnvel kunn og nú.

Ef hv. frsm. vili taka málið til athugunar milli umr., hefi ég síður en svo neitt við það að athuga.