26.03.1940
Efri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (484)

50. mál, bann gegn jarðraski

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara. Fyrirvari minn byggist ekki á því, að ég sé á móti þessu frv., því að ég get greitt atkv. með því við þessa umr. Fyrirvari minn hyggist á því, að fyrir 4–5 árum var samþ. hér á Alþ. þál. um að skora á ríkisstj. að láta endurskoða fulgafriðunarl. og önnur ákvæði um náttúrufriðun í landinu. Eftir að þessi áskorun var samþ., mun hæstv. ríkisstj. hafa fengið n. manna til þess að vinna að því, og þess vegna hefði mér fundizt eðlilegt, þar sem þetta frv. fjallar um náttúrufriðun, að fella það inn í þau l. Ég hefði vænzt þess, vegna þess að það er liðinu svo langur tími síðan Alþ. óskaði eftir því, að þessi l. yrðu endurskoðuð, að nú væri búið að vinna að því að færa það í lag. En í stað þess liggur nú fyrir Alþ. frv. um friðun arna, sem sagt er, að sé flutt eftir beiðni ráðh., og annað frv. um ófriðun svartbaks, og svo þetta frv. um bann við jarðraski. Landbn. hefir haft öll þessi frv. til meðferðar, í stað þess að fella þetta allt inn í einn lagabálk. En einhverstaðar hjá n. eru nú öll þessi mál í athugun og góðri geymslu, og mætti nú gjarnan fara að sjást eitthvað frá henni. Mér þætti viðkunnanlegra, að þetta kæmi í heild, eins og þingið hefir ætlazt til, og ég vona, að við fáum að sjá þetta áður en langt um líður.

Ég tel því vafasamt, að ástæða sé til að tína einstaka liði út úr þeim lagabálki, sem væntanlegur er, og fara að samþykkja þá, í stað þess að bíða eftir allsherjar náttúrufriðunarlögum frá nefndinni.