03.04.1940
Sameinað þing: 12. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í B-deild Alþingistíðinda. (53)

1. mál, fjárlög 1941

Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Fjórar fyrstu brtt.-fjvn. eru við 12. gr. Þarf sú fyrsta engra skýringa við.

2. brtt., um læknisvitjanastyrk handa Kjósar-hreppi, styrkurinn er felldur niður, sökum þessað ætlunin er að mynda á þessu svæði sérstakt læknishérað: „Álafosshérað“.

3.–4. brtt. þurfa engra skýringa við.

Hækkanir á 12. gr. umfram lækkanir nema 1100 kr.

5. brtt. er við 13. gr. Hún þarf engra skýringa við.

6. brtt. er um það, að laun skrifstofustjóra vegamálastjóra séu ekki höfð innifalin í skrifstofufénu, heldur að honum greitt beint af ríkisféhirði. Hér er því aðeins um tilfærslu að ræða.

Þá er 7. brtt., um tillag til umbóta á Öxarfjarðarheiði. Heiði þessi eða fjaligarður skiptir héruðum Norður-Þingeyjarsýslu í tvennt. Norðaustan hennar eru Þistilfjörður og Langanes. Framlag þetta miðar fjvn. við það, að byrjað verði að ryðja sumarveg yfir heiðina. Á löngum köflum eru melar, sem nú eru sæmilega færir.

Með þessum vegi bindast sveitirnar beggja meginn heiðarinnar saman, sem nú eru mjög óþægi lega aðskildar vegna heiðarinnar. M. a. má benda á, að í Þistilfirði eru nokkrar bergvatnsár, sem að líkindum gætu orðið allálitlegar veiðiár, ef þær væru ræktaðar og yfirleitt um þær hugsað, eins og nú gerist með slík veiðivötn. En eins og kunnugt er, lifnar jafnan yfir slíkri starfsemi við bættar samgöngur.

8. brtt. er um framlag til Vopnafjarðarvegar.

Til hans hefir verið veitt fé í mörg ár. Samtímis því, að lagt er til, að þessar 4 þús. kr. verði veittar í vopnafjarðarveginn, er gerð till. um að lækka Austurlandsveginn um 2 þús. kr.

9.–11. brtt. þurfa engra skýringa við.

Þá er 12. brtt. ætlaður hluti ríkissjóðs af kostnaði við dýpkun hafnarinar á Raufarhöfn er 90 þús. kr. Þessi upphæð, kr. 10 þús., er því aðeins byrjunarfjárveiting.

Þá er 13. brtt., um að 6 þús. kr. verði veittar til bryggjugerðar í Stykkishólmi. Bryggjan þar er ekki nægilega sterk og þarf verulegrar við gerðar við. Framlagið er miðað við hin nýju hafnarlög fyrir Stykkishólm.

14. brtt., a-liður, er um fjárveitingu til lend ingarbóta á Stokkseyri. Það þarf mikið fé til þess að gera innsiglinguna þar sæmilega. Þessi fjárveiting dugir því ekki, en hún er sérstaklega ætluð til þess að sprengja svokallaðan Dyrós; má þá í góðu sigla út og inn ósinn, enda þótt nokkuð sé lágsjávað. Það er skilyrði, að Stokkseyrarhreppur leggi fram fé að jöfnu á móti framlagi ríkissjóðs. — B-liður þessarar brtt. er um 1500 kr. fjárveitingu til endurbóta á gamalli bryggju vestur á Skarðströnd í Dalasýslu. — C-liður sömu till. er til bryggjugerðar á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Þarna er nú skólasetur og aðalsamkomustaður við Djúpið. Þetta er því samgöngunál. Ríkissjóður hefir áður styrkt byggingar þeirrar bryggju, sem fyrir er, en hún er ennþá ófullnægjandi og að ýmsu leyti hættulega ónóg, ekki sízt með tilliti til þess, að fólk á öllum aldri, börn og gamalmenni, ferðast þarna um sjóleiðis. Hugmyndin er að byggja einskonar haus við enda bryggjunnar; að því loknu verður aðstaða þarna allgóð, og slysahætta þá lítil á þessari fjölförnu bryggju.

15.–16. brtt. eru einnig við 13. gr. Þær þurfa engra skýringa við. Brtt. fjvn. við þessa gr. valda . 41300 kr. hækkun.

17. till., að liðurinn orðist svo: Til stúdentaráðs háskólans, til þess að starfrækja leiðbeiningarskrifstofu undir stjórn Lúðvígs Guðmundssonar, 3500 kr. — Um nokkur undanfarin ár hefir Alþ. greitt stúdentaráði háskólans nokkurn árlegan styrk til rekstrar leiðbeiningarskrifstofu, en vegna þröngs fjárhags hefir skrifstofan orðið að takmarka nokkuð starfsemi sína. Á síðastl. vori réð stúdentaráðið Lúðvig Guðmundsson skólastjóra til að veita skrifstofunni forstöðu, en hann hefir áður stýrt henni um 6 ára skeið. Tilgangur skrifstofunnar er: 1) að fá heillegt yfirlit um námsgreinar þær, sem ísl. karlar og konur leggja stund á erlendis, 2) að afla ábyggilegra upplýsinga um kjör og kostnað við nám erlendis í ýmsum námsgreinum, 3) að fá glögga vitneskju um gjaldeyrisþörf ísl. námsfólks erlendis, og 4) að fá vitneskju um dvalarstað sérhvers Íslendings, sem dvelur við nám erlendis. Þar sem ýmsir nemendur eru styrktir til náms erlendis af opinberu fé, en til þess þarf að sjá þeim fyrir erlendum gjaldeyri, virðist ekki ónauðsynlegt, að til sé upplýsingastöð, er hafi yfirlit yfir þessi mál. Er þetta mikið verk, er leysa þarf af hendi, og taldi n. því nauðsynlegt að veita þessa upphæð.

18. till.N. leggur til, að veittar verði 3000 kr. til kennslu í sauðfjárrækt og sauðfjárhirðingu á fjárræktarbúinu að Hriflu. Nú er hvergi til í landinu fjárbú, þar sem ungir menn geta fengið tilsögn í sauðfjárrækt og sauðfjárhirðingu sérstaklega, því að báðir bændaskólarnir eiga nú við fjárpestir að stríða. Gæti komið að góðu gagni að hafa þarna leiðbeiningastöð í þessu skyni, og leggur n. til, að veittar verði 3000 kr. til þess að styrkja þetta kennslubú.

19. till. er um hækkun styrks til Kvennaskólans í Reykjavík. Skólinn er allvel styrktur, þar sem hann nýtur 29500 kr. styrks í fjárl., auk styrks frá bæjarsjóði Reykjavíkur. Námsmeyjar skólans eru 100, og kemur þá 340 kr. styrkur fyrir hverja stúlku. Nú leggur n. til, að styrkur í fjári. verði hækkaður um 20 kr. fyrir hverja námsmey, eða úr 40 kr. í 60 kr., þó aldrei yfir 7200 kr., en nú er hámarkið 4000 kr. Skólinn mun rúma 120 nemendur, og getur skólinn þannig fullnotað þessa upphæð, þegar hann er fullskipaður, og hefði þá í tekjur: frá ríkinu 32700 kr. (auk 1000 kr. námsstyrks til sveitastúlkna), skólagjöld 12000 kr. (miðað við 100 kr. gjald á hvern nemanda), alls 44700 kr. Auk þessa hefir skólinn styrk úr bæjarsjóði. er nemur 5000 kr. Til samanburðar má geta þess, að héraðsskóli með sömu nemendatölu myndi ekki fá nema 40500 kr. í tekjur, og gagnfræðaskólar svipaða upphæð, miðað við styrk fyrir hvern nemanda. Er kvennaskólinn í Reykjavík þannig sérstaklega vel styrktur, og get ég þessa hér ekki vegna þess, að hann sé ekki alls góðs maklegur, heldur vegna hins, að heyrzt hafa raddir um það, að kvennaskólinn væri olnbogabarn fjvn., en eins og sjá má af framansögðu, er langt frá því, að svo sé.

20. till. — Til vaxtagreiðslu vegna nýju héraðsskólalaganna 20000 kr. Ég býst við, að ríkið muni þurfa að taka að sér allt að 400000 kr. af skuldum héraðsskólanna, og er upphæðin, 20000 kr., miðuð við það.

21. till. er um hækkun styrks til kvennaskólans á Ísafirði, úr 6000 kr. í 8000 kr. Kvenfélagið Ósk á Ísafirði heldur þennan skóla.

22. till. er um að fella niður nokkra liði, sent stóðu óhreyfðir frá 2. umr. fyrir vangá. Þær upphæðir, sem þar um ræðir, renna í íþróttasjóð, og hann var miðaður við það við 2. umr.

24. till. er um að breyta orðalagi liðsins, vegna þess að með íþróttalögunum eru niðurfelld þau lög, sem þar er vitnað til.

25. till. þarf engra skýringa.

26. till., að framlag til íþróttasjóðs hækki um 2000 kr., stafar af því, að við fjárveitingu til Ungmennafélags Íslands stóð sú aths., að nokkrum hluta af því fé skyldi varið til íþróttastarfsemi, en sá þáttur fellur að sjálfsögðu undir starfssvið íþróttafulltrúa og íþróttanefnda. Samhliða þessari till. vil ég taka 4. till. á þskj. 327, að framlag til íþróttasjóðs hækki í 40000 kr. Síðustu dagar vekja menn til umhugsunar um íþróttalífið í landinu, og þó sérstaklega að því er við kemur skíðaíþróttinni, sem nú er mjög stunduð um land allt. Ýmis íþróttafélög og skólar hafa lagt á sig mikið erfiði og kostnað til þess að koma upp fjallahúsum fyrir félagsmenn og skólanemendur til þess að gera þeim kleift að iðka skíðaíþróttina af kappi, og eru þau félög bæði hér sunnanlands og norðanlands. Þau félög, sem mest hafa á sig lagt í þessu skyni, eru þó Skíðafélag Reykjavíkur og Íþróttafélag Reykjavíkur, og það liggur í því, að bæði þessi félög hafa byggt stökkbraut. Ég skal ekki með fullyrðingu gera upp á milli þessara stökkbrauta, hvað byggingu snertir, — þó get ég með nokkurri vissu sagt, að stökkbraut Í.R. muni vera fullkomnari að öllu leyti — en hins vil ég geta, að Skíðafélag Reykjavíkur hefir fengið allverulegan styrk til byggingar skíðaskálans í Hveradölum og til byggingar stökkbrautarinnar í Flengingarbrekku. Íþróttafélag Reykjavíkur hefir keypt Kolviðarhól, sem er mikil eign og notaleg fyrir íþróttastarfsemi félagsins, og ennfremur byggt þar fullkomna stökkbraut, eins og fyrr er sagt. Íþróttafélag Reykjavíkur hefir engan styrk fengið til þessara framkvæmda, og telur n., að skylt sé að hafa þetta félag sérstaklega í huga, þegar úthlutað verður styrk úr íþróttasjóði 1941, og þá tekið sérstakt tillit til framangreindra framkvæmda og hækkunartill. n. á fjárveitingu til íþróttasjóðs við þessa umr.

27 till. þarf ekki annarar skýringar við en þeirrar, að n. telur sjálfsagt, að stúdentar viðskiptaháskólans njóti sömu réttinda eins og aðrir stúdentar snertandi vist á stúdentagarðinum, en einhver togstreita virðist hafa verið um það, og jafnvel neitun. N. telur slíkt ranglátt sjónarmið.

Þá er lokið brtt. við 14. gr., og nema hækkunartill. n. 27000 kr.

28. till. þarf ekki skýringa við.

29. till., til Íslenzk-ameríska félagsins 1000 kr. Íslenzk-ameríska félagið sótti um 2000 kr. styrk til þess að vinna að auknum menningarskiptum milli Íslands og Ameríku, sérstaklega, með námsmannastyrkjum. Dr. Leach, forseti Thc Americam Scandinavian Foundation í Nev York hefir boðizt til að leggja fram 1000 dollara á ári til að styrkja ameríska stúdenta til náms hér á landi, að því tilskildu, að nokkur fjárhæð kæmi héðan, helzt jafnhá, til styrktar íslenzkum námsmönnum Ameríku. Leggur n. til, að veittar verði 1000 kr. í þessu skyni.

30. till., styrkur til Landssambands blandaðra kóra 2500 kr. Samband ísl. karlakóra hefir notið 6000 kr. árlegs styrks, og vill n. mæla með því, að Landsambandi blandaðra kóra verði veittur 2500 kr. styrkur. Mun fyrrnefnt samband hafa í hyggju að fá sér söngkennara, og væri þessi litla fjárhæð nokkur styrkur til þess að greiða laun slíks kennara. Það má vera, að þetta samband verðskuldi í raun og veru sama styrk og Samband ísl. karlakóra, en ég vil geta þess, að það er miklu yngra.

31. till., a.-b., þarfnast ekki skýringa.

32. till., snertandi úthlutun styrkja til skálda og listamanna. Fjvn. vill enn á ný freista að koma úthlutun styrkja til skálda, rithöfunda, vísindamanna og listamanna til ákvörðunar menntantálaráðs, og er 32. till. afleiðing af þessu sjónarmiði nefndarinnar.

Er þá lokið brtt. n. við 15. gr., og standast hækkunar- og lækkunartill. n. á.

Kemur þá fyrsta brtt. við 16. gr., en það er 3–1. till. n., til Garðyrkjufélags Íslands, til leiðbeiningarstarfsemi, 5000 kr. Félag þetta er nýlega stofnað og þyrfti að fá í sínar hendur öll garðyrkjumál, sem nú heyra undir Búnaðarfélag Íslands. har sem Búnaðarfélag Íslands hefir fyrir sitt leyti fallizt á þá tilhögun, en garðyrkjufélaginu er nauðsynlegt að hafa starfandi ráðunaut, vill n. mæla með þessum styrk til félagsins og ætlast til, að hann gangi til þess að greiða laun slíks ráðunauts.

35. till. um hækkun á styrk til áveitufélags Ölfusinga, úr 4000 kr. í 10000 kr. Skurðgrafan, sem notuð er við gröft höfuðskurðanna á áveitusvæðinu, er gömul og viðhaldsfrek, og þarf mikið fé til viðhalds henni. Hinsvegar er þessu merki stjórnað af hagsýni og dugnaði og vel undirbúið, og er því áveitufélagið alls góðs maklegt. Það sótti um 15000 kr. styrk, en n. treystist ekki að mæla með hærri upphæð en till. ber með sér. — B-liður sömu till. er til þurrkunarfélags Safamýrar, 2500 kr. Félag þetta starfar að þurrkun og áveitu Safamýrar. Skurðgröfuverki er lokið, og er þessi styrkur ætlaður til þess að handgrafa skurði og hlaða flóðgarða.

36. till., til dýralækninga. N. hefir hækkað þennan lið um 500 kr. og ætlast til þess, að af þeim verði Ásgeiri Guðmundssyni í Æðey veittar 300 kr., en Páli Magnússyni á Norðfirði 200 kr.

37. till., til náttúrurannsókna, 30000 kr. Til er svokallað náttúrurannsóknaráð, því er ætlað víðtækt verksvið, og er fjárveitingin veitt þess vegna.

38. till. er smávægileg breyting. Í fjárlfrv. var bætt 1500 kr. til greiðslu á húsaleigu forstjóra veðurstofunnar. Þetta hefir n. fellt niður í það horf, sem áður var.

39. till. — Liðurinn hefir hækkað úr 7700 kr. í 8400 kr., og er ætlazt til, að sú hækkun gangi til þess að gert laxaveg í Blöndu. Liðurinn var hækkaður nokkuð við 2. umr., og var þá gerð grein fyrir því, hvert sú fjárhæð skyldi renna.

40. till., til þess að annast birtingu útvarpaðra veðurfregna í verstöðvum landsins, 5000 kr. Telja kunnugir menn þetta nauðsynlegt vegna sjómanna.

41. till. þarf ekki skýringa við, en það er nokkur styrkur til ræktunarvega í þrem eyjum. 42. till. Til Jóhanns Kristjánssonar byggingarmeistara, 1000 kr. Hann er talinn vera vel á veg kominn að finna upp eldavél, sem útlit er fyrir, að verði mjög sparneytin, og getur það haft mjög mikla þýðingu. Hann hefir áður notið lítilsháttar styrks, og fellst n. á að veita honum1000 kr.

43. till. þarfnast ekki skýringa. Konan, sem þar er minnzt á, er látin.

44. till., til Ungmennafélags Íslands, 4000 kr. Ég hefi áður gert grein fyrir þeirri till.

45. till., til Íslandsdeildar norræna búfræðifélagsins, 500 kr. Félag þetta er starfandi um öll Norðurlönd, og er ein deild þess hér á landi. Hefir verið sendur maður héðan á fundi þessa félagsskapar. 1938 fór Árni G. Eylands til Stokkhólms og flutti þar erindi. Næsti fundur er áformaður í Oslo 1941, og hafa ríkisstjórnir annara Norðurlanda veitt verulegar fjárhæðir til þessa félagsskapar. N. leggur til, að Íslandsdeildinni verði veittar 100 kr.

Er þá lokið brtt. við 16. gr., og nema hækkunartill. n. 50500 kr.

Þá eru 3 till. við 17. gr., 46., 47 og 48. till. n.; þurfa þær ekki skýringa við. Hækkun á þessari gr. skv. till. n. nemur 1600 kr.

Ég leiði hjá mér að gera grein fyrir hverjum einstökum lið við 18. gr., og kem ég þá að 66. till. n., sem er 1. brtt. við 22. gr., að greiða Páli Sveinssyni fyrrv. yfirkennara full laun. — Í fjárl. yfirstandandi árs er heimild til þess að greiða Páli full laun, ef hann lætur af starfi sínu. Nú mun afráðið, að hann láti af starfi, og er því aðeins verið að uppfylla gefið loforð.

67. till., að greiða Ólafi Magnússyni, fyrrv. prófasti í Arnarbæli, 1400 kr. vegna vangoldinna þjónustulauna við Strandarkirkju í Selvogsþingum. Sr. Ólafur er nú á áttræðisaldri og hefir verið þjónandi prestur yfir 50 ár. Hefir hann þjónað Strandarkirkju í Selvogsþingum fyrir sáralitla greiðslu, en frá Arnarbæli í Selvog er mjög erfið leið. Telur n. sanngjarnt, að hann fái 1400 kr. árl. með tilliti til þess, hve lítið hann hefir fengið greitt fyrir þjónustuna í Selvogi.

68. till. er um ábyrgð fyrir rafveitu Hafnarfjarðar, til að létta vöxtum og bankakostnaði af því fyrirtæki um ca. 6000 kr. Útvegsbankinn tekur nú 2% fyrir að ábyrgjast það útlenda lán, sem á rafveitunni hvílir, að upphæð ca. 115 þús. d. kr., og auk þess tekur bankinn víxilvexti af því, sem hann hefir lánað rafveitunni, en það eru ca. 150 þús. kr. Ef ríkið gengur í ábyrgðina, fellur bankaábyrgðin niður og þar með einnig sú þóknun, sem hann tekur fyrir hana. Ennfremur er talið líklegt, að með ríkisábyrgð mætti fá ódýrara innanlandslán og greiða Útvegsbankanum upp hans skuld.

69. till., a.- liður, er heimild til greiðslu á 40 þús. kr. til öldubrjóts í Hafnarfirði. Fjárveitingin er beint framhald af þeirri fjárveitingu, sem heimiluð var á síðasta þingi, og veitt með sömu skilyrðum. B-liður er heimild fyrir greiðslu á 100 þús. kr. til hafnargerðar í Njarðvík. — Hafnarmál Keflavíkurhrepps hafa að undanförnu verið til athugunar hjá ríkisstj., sem hefir falið vitamálastjóra að gera allýtarlegar rannsóknir og áætlanir í því sambandi. Nú eru hafnarskilyrði í þessum hreppi á þann veg, að brýn nauðsyn ber til, að þar verði á einhvern hátt verulega úr bætt. Einnig ber á það að líta, að mjög örðugt hefir reynzt nú að undanförnu fyrir báta utan af landi, sem vilja stunda þorskveiðar við Faxaflóa á vetrarvertíð. að fá viðlegupláss, því að hafnarmannvirki þau, sem fyrir hendi eru í verstöðvum við flóann suðvestanverðan, hafa ekki verið nema rétt aðeins fyrir heimabáta, og sumstaðar ekki einu sinni það. Þess vegna hefir sú hugmynd komið fram — og virðist samkvæmt þeim bráðabirgðaniðurstöðum, sem fyrir liggja um það efni, ekki óálitleg — að sameina lausn hafnarmáls Keflavíkurhrepps og hafnar fyrir báta utan af landi með hafnargerð í Njarðvík. Fjárveitingin er miðuð við það, að ríkisstj. geti að athuguðu máli, ef henni lízt það rétt, hafið framkvæmdir í þessa átt.

70. till. fjvn. þarf í raun réttri engra skýringa við.

Samkv. till. fjvn. hækka útgjöld um 133535.50 kr. Tekjur á rekstrarreikningnum verða þannig 18478173 kr. og gjöld 17868649 kr. Rekstrarafgangur verður því 609524 kr., en greiðsluhalli samkv. sjóðsyfirliti 407949 kr.

Ég mun svo ekki fara fleiri orðum um till. n. að þessu sinni og lýk máli mínu.