04.03.1940
Efri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 285 í B-deild Alþingistíðinda. (573)

32. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

*Frsm. (Erlendur Þorsteinsson):

Herra forseti! Frv. þetta var flutt af hv. 2. landsk. 5 síðasta þingi, og var það til meðferðar í fjhn. Flm. óskaði nú eftir, að fjhn. flytti þetta frv., og hefir hún orðið við þeirri ósk, en einstakir nm. hafa þó óbundnar hendur um einstök atriði frv. og breyt. á því.

Þegar fjhn. afgr. þetta mál á síðasta þingi, þá var hv. i. þm. Reykv. ekki viðstaddur, en 2 nm., ég og hv. 1. þm. Eyf., lögðum til, að frv. yrði samþ. óbreytt. Hv. i. þm. Eyf. skrifaði þó undir nál. með fyrirvara.

Fjhn. hefir sent þetta frv. til stjórnar Stríðstryggingarfélags íslenzkra skipshafna, og eins og hv. þdm. munu hafa veitt athygli, þá er svar stjórnarinnar prentað sem fskj. með frv. Stjórnin er ekki algerlega sammála um frv.

Meiri hl. telur, að þá þurfi að auka áhættuféð eða lækka tryggingarnar, sem felast í frv., en einu af stjórnendum félagsins færir nokkur rök fyrir því, að þess muni ekki þurfa. Ég þori nú ekki að fullyrða neitt um það, hvort iðgjöldin hafa hækkað eitthvað eða slysahættan verið álitin aukast, síðan þetta svar var gefið.

Þetta frv. felur í sér þá meginbreyt., að með því er skylt samkv. l. að stríðstryggja þá sjómenn, sem sigla milli landa á ófriðartímam, en það er ekki skylt nú, heldur gilda um þetta sérstakir samningar milli sjómannafélaganna í landinu og útgerðarfélaga. Í þessum samningum eru mismunandi tryggingar, þannig að t.d. tryggingar sjómanna, sem sigla á verzlunarskipum, eru nokkru hærri en þeirra, sem sigla á togurum. Þessu frv. er ætlað að bæta að nokkru úr þessum misrétti, sem þarna hefir átt sér stað. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að hættan er sú sama fyrir sjómenn á togurum og þá, sem eru á flutningaskipum.

Þeim, sem sigla á flutningaskipum, eru greiddar 22 þús. kr. fyrir fulla örorku, en lægstu dánarbætur til ekkju eru 12 þús. kr., til ekkju með í barn 17 þús. kr. og til ekkju með 2 eða fleiri börn 21 þús. kr. Hinsvegar eru tryggingar á fiskiskipum og togurum 15 þús. kr., hvort sem um er að ræða dauða eða örorku af völdum ófriðar.

Þetta frv. sundurliðar þetta nokkru nánar, og er í 3. gr. þess gerð full grein fyrir því, hvernig tryggingarbætur eigi að skiptast til eftirlifandi vandamanna. Einnig er í 3. gr. tekið fram, hversu mikla dagpeninga hinn slasaði eigi að fá frá því að slysið vildi til og til hvað langs tíma.

Ég hygg, að það séu ekki skiptar skoðanir um það, að full þörf sé á því að ganga frá þessu máli á sem beztan og tryggilegastan hátt.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta mál að þessu sinni, og þar sem það er flutt af n.; þá er ástæðulaust, að það fari til n. aftur. Ég vil svo mælast til, að hv. þd. samþ. það til 2. umr.