12.03.1940
Efri deild: 15. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í B-deild Alþingistíðinda. (612)

25. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Lög um vörugjald í vestmannaeyjum, til ágóða fyrir bæjarsjóðinn þar, hafa verið samþ. nokkrum sinnum hér á Alþingi, og ennþá er beðið um framlengingu þessara laga. Fjhn., sem frv. hefir haft til athugunar, leggur til, að það verði samþ. — Ég tel svo ástæðulaust að fara um það fleiri orðum, þar sem málið hefir legið fyrir undanförnum þingum, og hafa þá komið fram öll rök, sem færð hafa verið með því og móti.