11.03.1940
Neðri deild: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í B-deild Alþingistíðinda. (633)

58. mál, náttúrurannsóknir

Flm. (Pálmi Hannesson):

Herra forseti ! Eins og segir í grg. þessa frv. á þskj. 83, er það samið og flutt að tilhlutun hæstv. atvmrh., og er tilætlunin fyrst og fremst sú, að fella saman í eina heild ákvæði I. og þál., sem sett hafa verið á Alþ. á undanförnum árum um rannsóknastarfsemi. Í því er lítið af nýmælum, en nokkrar breyt. gerðar á ákvæðum gildandi l. um atvinnudeild háskólans, og auk þess hefir verið tekið tillit til þál., sem samþ. var á fyrri hluta síðasta þings.

Ég ætla ekki að ræða þetta mikið, en aðeins geta þess, að í 1. kafla eru almenn ákvæði um rétt manna til að rannsaka náttúru Íslands. og skulu íslenzkir ríkisborgarar hafa forgangsrétt til slíkra rannsókna, en ríkisstj. getur veitt erlendum fræðimönum heimild til að stunda rannsóknir hér á landi um tiltekinn tíma.

Í 2. kafla eru fyrirmæli um rannsóknanefnd ríkisins, en á síðasta þingi voru sett inn í I. um rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna nokkur ákvæði, þar sem rannsóknanefnd ríkisins var falið að hafa afskipti af stj. þeirrar stofnunar í samræmi við hlutverk, sem þeirri nefnd var jafnframt ákveðið. Ég tei, að rannsóknanefndin hafi unnið mikið starf síðan hún var stofnuð á árinu sem leið.

Ákvæðin í 3. kafla þessa frv. eru tiltölulega mjög lítið breytt frá því, sem var ákveðið með breyt. á l. um rannsóknastofnun í þarfir atvinnuveganna. Það er aðeins í örfáum gr. kveðið skýrar á um nokkur atriði, sem hæstv. atvmrh. þótti máli skipta að fengju skýrari ákvæði í l. en áður var.

Ég sé ekki ástæðu til að fara öllu fleiri orðum um þetta frv. við þessa umr. Eins og hv. dm. sjá, er þetta frv. í nokkuð mörgum gr., en engu að síður er þar um tiltölulega fá nýmæli að ræða, heldur eru færð saman í einn stað þau fyrirmæli, sem hafa verið sett um þetta efni með l. og þál. og reglugerðum, er hafa skapazt af rannsóknum og störfum þeirra aðila, sem um ræðir í frv.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að þessu frv. verði að l. umr. lokinni vísað til allshn.