04.04.1940
Sameinað þing: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í B-deild Alþingistíðinda. (65)

1. mál, fjárlög 1941

*Jónas Jónsson:

Ég hefi 2 brtt. við þessa umr. fjárl., sem ég vildi skýra stuttlega.

Fyrri till. er um það að vita sjúkrasjóði Mývetninga lítilsháttar styrk. hetta er lág fjárhæð, þar sem ekki er beðið um meira en 250 kr. Þessi sveit hefir fyrir 4 eða 5 árum stofnað sjóð, sem hér um bil öll sveitin leggur í af frjálsum framlögunt, og er þetta orðinn talsvert myndarlegur sjóður, þegar þess er gætt, hre stutt er síðan byrjað var. Ég álít, að þeir sem fólkið leggur á sig byrðar af frjálsum vilja til þess að koma skipulagi á þessi mál, þá sé hart að neita því um styrk, eftir að þjóðfélagið er farið að veita margfalt hærri upphæðir vegna hvers einstaklings á mörgum stöðum á landinu, þar sem menn eru lögskyldaðir til þess, og gera það meira og minna nauðugir, að hafa þetta fyrirkomulag. Ég treysti því, að lm. þm. telji þetta réttmætt, þ,ar sem þetta er til einnar af þeim þeim fáu byggðum á landinu, þar sem fólkið vill gera og þar sem það reynir margt til að búa svo um sig, að þrír geti orðið fleiri íbúðir en áður.

Þá hefi ég, með hv. 7. landsk. (GÞ), horið fram brtt. viðvíkjandi fyrrv. forseta Fiskifélags Íslands, Kristjáni Bergssyni, um það, að honum verði greidd lítilsháttar fjárhæð bæði í ár og að ári af fé Fiskifélagsins. Þetta hefi ég byggt á því, að þó að það sé alveg rétt, að Fiskifélagið vildi gjarnan hafa meiri tekjur frá ríkissjóði, og hefir farið fram á það, og þó að það mundi hafa smávegis örðugleika í för með sér fyrir félagið að bæta þessu ofan á áætlun skuli, þá þótti okkur flm. réttara að fara ekki fram á hækkun á framlagi ríkissjóðs vegna þessa, hvað sem hæstv. ríkisstjórn og fjvn. leggja til, heldur að gera ráð fyrir, að félagið gæti með svona litla fjárhæð komizt einhvern veginn fram úr því að leggja þetta fram þann tíma, sem hér um ræðir, og það því fremur sem þessi fyrrv. forseti félagsins hefir skilið svo við félagið, að það á nú skuldlausa eign, sem nemur 150 þús. kr., sem menn, er til þekkja, álíta, að sé ávöxur af hans góðu og gætilegu stjórn á félaginu.

Kristján Bergsson hefir verið forseti Fiskifélagsins um 16 ára tíma og hefir að mörgu leyti verið duglegur maður. Hann er greindur og vel menntur í öllum sjómannafræðum. Hefir hann lengi verið sjómaður, og þá bæði skipstjóri og stýrimaður, og gegnt mörgum störfum viðvíkjandi sjómannamálum. Þegar hann var forseti Fiskifélagsins, hefir það komið honum að miklu haldi í þeirri stöðu. Ég álít, að það eigi ekki að láta hann gjalda þess, þó að hann hafi um eitt mál orðið á annari skoðun en margir menn aðrir, sem við sjó búa, vegna þess að sú skoðun gat ekki verið neitt persónulegt hagsmunamál fyrir hann, því að hann hafði ekki útgerð, heldur áleit hann sitt mál réttast í þessu efni. Og það, að sú skoðun hefir sigrað, á því byggist verulega mikill hluti af íslenzkum sjávarútvegi. Kristján Bergsson hélt því fram, eins og Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, að það væri réttara fyrir okkur að nota dragnót. Og síðustu árin hefir dragnótin orðið undirstaðan undir ukkar miklu útflutningi. Eg ætla ekki hér að fara ýtarlega út í þetta mál, heldur bendi ég aðeins á þetta, af því að það em margir sjómenn, sem hafa verið á móti þessari veiðiaðferð. En þessi málstaður, sem Kristján Bergsson hélt fram, hefir sigrað og gefur landinu miklar tekjur nú sem stendur.

Lög Fiskifélagsins eru Þannig, að forsetinn er kosinn af 12 fulltrúum, sem þar eru. Og það eru engin ákvæði um það, ef einn fulltrúann vantar, ef forsetinn, sem verið hefir, fær ekki nema 5 atkv. í stað 6 eða 7. Og þannig gerðist það, að Kristján Bergsson, eftir 16 ára starf sem forseti félagsins, fékk ekki nema 5 atkv. við kosningu forsetans, en annar maður ungur fær 6 atkv. Kristján Bergsson er þá á þriðja mánuði ársins skyndilega sviptur störfum, sem hann hefir gegnt í 16 ár. Nú finnst okkur, sem flytjum þessa till., að það sé a.m.k. sómaverk að borga þessum manni einhverjar litlar skaðabætur, ef svo mætti segja, fyrstu 2 árin, hað sem svo við tekur. Ég hygg, að varla sé með sanngirni hægt að mæla á móti því, að þessa till. beri að samþ.

Þá ætla ég að minnast lítillega á mál, sem í raun og veru kemur mér ekkert sérstaklega mikið við, það sem hæstv. fjmrh. hefir getið um hér í dag, þ.e. skoðun hans, sem er gagnstæð skoðun fyrrv. fjmrh., að það sé réttara að hafa styrki eða laun til listamanna, rithöfunda og skálda veitt hér á Alþ. heldur en í n.

Þetta mál bar þannig að, að fyrrv. fjmrh. ákvað að vinna að því að taka þetta út úr þinginu, eins og margir styrkir hafa verið teknir áður, t.d. hefir vegamálastjóri vissa fjárhæð handa starfsmönnum sínum og fræðslumálastjóri hefir sömuleiðis nokkra fjárhæð handa sínum starfsmönnum. Og Alþ. ákvað að láta mjög mikið af styrktarfé til námsmanna fara í þessa sérstöku menntamálanefnd til úthlutunar. Og þó að menntamálaráð sé eins og annað, sem af dauðlegum mönnum er stofnað, nokkuð umdeilt um styrkveitingar, þá hafi ekki komið raddir um það, að Alþ. taki í sínar hendur að úthluta styrknum til námsmanna. Ástæðan til þess er m.a. sú, að ef þessi styrkjaúthlutun væri afgr. á Alþ., yrðu hv. þm. í mjög mörgum tilfellum að greiða atkv. unt alveg ókunnuga menn. Og fyrrv. fjmrh., hæstv. viðskmrh., hefir nú lagt til, að sömu leið verið farið um úthlutun á styrk eða launum til rithöfunda, skálda og listamanna. Um þetta atriði vorur greidd atkv, í vetur og með litlum atkvæðamun hallazt að því, að á þessu fé færu fram í menntamálaráði. Ég held, að ég hafi ekki orðið var við það nema í blaði kommúnista, að þessi skipti styrkjanna hjá menntarnálaráði hafi mætt gagnrýni. En þau voru töluvert erfið, vegna þess að fjárhæðin, sem menntamálaráðið hafði úr að spila, var minni heldur en verið hafði áður, og þess vegna var erfitt að gera tvo mága að einni dóttur. En að öllu samantöldu gekk allur þorri manna inn á það, að þessari skiptingu væri svona fyrir komið í framkvæmd, nema núv. hæstv. fjmrh. var óánægður með þetta fyrirkomulag, og sýndi óánægja hans sig í því, að hann tók út 3 eða 4 menn, sem höfðu fengið nokkurn styrk, og vildi ekki hafa, að þeir fengju neitt. Nú var þetta að því leyti dálítið veik aðstaða frá hans hálfu, að sú framkvæmd, sem hann gekk undir þar að breyta, var gerð af hans flokksbræðrum. Svo að hann átti í stríði, ekki fyrst og fremst við menn úr öðrum fl., heldur fyrst og fremst sína eigin samherja. En þeir höfðu í raun og veru að ég hygg fullkomlega ástæðu til þess að líta á það mál eins og þeir gerðu, þar sem hvorki ríkisstjórn eða Alþ. höfðu þá markað neina stefnu í því almenna viðhorfi gagnvart þeim mönnum, sem ekki eiga sitt föðurland á Íslandi, heldur í öðrum löndum.

Nú á Alþ. innan skamms að ákveða, Imaða stefna tekin verður í þessu máli. Og ég álít það mjög vafasamt af hæstv. fjmrh. að gera þessa breyt. á þennan hátt eins og hann gerði. Það hefði verið eðlilegra, að hann hefði látið það fyrirkomulag, sem samþ. var á síðasta þingi í þessu efni, standa til þingsins nú, og farið svo fram á það við fjvn. að taka það til athugunar og breyt., heldur en að breyta í þessu efni því, sem síðasta þing var búið að samþ. En þetta atriði skiptir ekki miklu máli, þetta hefði orðið deilumál fyrir það.

Þetta er ekkert hagsmunantál fyrir menntamálaráð, að fá þessi afskipti í sínar hendur. Það er aðeins aukið erfiði því samfara fyrir það og aukinn áróður, sem það verður fyrir. Og ég hefi ekki neinn, og enda hefi ekki haft, að ég held, minnsta hagnað af því, að menntamálaráði hefir verið eða mun verða falið að hafa á hendi þessi skipti.

Ég bjóst við því, að það mundi koma umsóknir um styrki til skálda og listamanna í stríðum straumi til Alþ. Og nú eigum við að greiða atkv. um 35 menn, sem einn eða annar hv. þm. telur maklega að koma hér inn. Ég efast ekki um, að allir þessir 35 menn hafi meiri og minni þörf fyrir að fá eitthvað úr ríkissjóði, og sumir þeirra eru náttúrlega mjög miklir menn. En ef þessi tala verður öll samþ. nú og bætt verður við þeim, sem hæstv. fjmrh. hefir tekið inn á fjárl., þá er það alls nokkuð mikið, eða 80 til 90 menn. Og viðbúið er, að aðrir 35 menn mundu koma til viðbótar að næsta þingi og svo koll af kolli.

Ég er viss um það, hvað sem samþ. verður í þetta sinn, að þá hlýtur stefna hæstv. fjmrh. í þessu efni að tapa á næstu misserum, af sömu ástæðu eins og þegar maður sér vatn og lægð er fram undan, þá leitar vatnið þangað. Það verður ómögulegt fyrir þingið að ráða við óskir um þessa styrki, sem fram verða bornar af nýjum og nýjum mönnum, sem í okkar listræna landi ætla að fá þessa styrki. Og ég verð að segja, að mér er kunnugt um, að fólki þykir leiðinlegt að lesa öll þessi nöfn í fjárl. og þykir ekki gott form á þessu. Og mörgum, sem þarna eru sjálfir, þykir leiðinlegt að hafa sin nöfn þarna.

Ég get tekið það fram, að í þessum lista, sem afgr. var frá menntamálaráði í vetur, þá er einu maður, sem ég get sannað hvar sem er, að á ekki þennan sterk skilið og hefir aldrei átt. En hvort sem þessi mál eru í Alþ. eða menntamálaráði, þá hefir þessi maður tvo flokka með sér, því að maðurinn segist vera í einum flokki, en fylgir raunverulega öðrum, og hefir þannig báða með sér og fær upp á þetta stuðning beggja. Það er alitaf dálítið til af svona mönnum, sem koma sér svona laglega fyrir. Og þessa menn verður Alþ. að sitja með eða menntannálaráð, hvort sem heldur er. Ennfremur hafði menntamálaráð erft ýmsar smásyndir frá Alþ., þannig að sú gagnrýni, sem með réttu er hægt að bera fram gagnvart okkar skiptum á þessu fé í vetur, hún er á þann hátt ósanngjörn, að við hlutum að taka menn og ákveða styrki handa þeim, sem Alþ. hefir í sjálfu sér haft á föstum launum. Það var þar af leiðandi ekki hægt að meta það, hvort þessir menn ættu að fá styrk, eins og um nýja menn væri að ræða.

Ég geri ráð fyrir, að smátt og smátt, þegar þessi átök, sem hér er um að ræða, eru orðin svo mikil, að jafnvel þeim frjáisynda hæstv. fjmrh., ef hann verður í þessari stöðu, þykir nóg komið af slíku, þá komi að því, að sett verði lög um það, að menntamálaráð skuli vinna þessa vinnu og svo afhendi ríkið vissa fjárhæð því til úthlutunar þessarar. Og eftir því sem tímar líða, verður hægra að taka þetta öðruvísi en nú er gert, þ.e. úthluta eftir verðleikum, en ekki beinlínis eftir því, þó að menn leiki það að vera í tveimur flokkum til þess að fá þennan styrk.

Læt ég svo úttalað um þetta mál nú og mun ekki, nema ég þurfi sérstaklega, ræða um það nú aftur. Ég álít, að það skipti tiltölulega litlu, hvað verður ofan á við atkvgr. um þetta nú, vegna þess að ef hæstv. fjmrh. hefir meiri hl. með sér í þessu efni, sem vel má vera, þá fær hann heilmikinn hóp af nýjum mönnum inn á fjárl. Ég býst við, að það drepi nú ekki landið, því að það verða ekki svo stórar fjárhæðir, sem þar bætast við. En á hinn bóginn er ég fullviss þess, að Alþ. mun ekki til lengdar sætta sig við þær viðbætur, og þar af leiðandi, ef það verður ekki nú, þá verður það á næsta þingi eða næst næsta, sem menn taka upp það ráð, að mæta þessum mikla áróðri með ákveðinni fjárhæð, sem ætluð sé til styrkjanna.