16.03.1940
Neðri deild: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (677)

72. mál, fýlasótt

Flm. (Vilmundur Jónsson):

Ég leyfi mér að vísa til grg. frv., þar sem ég ætla nægilega grein gerða fyrir því, að ástæður séu til að fela ríkisstj. eða heilbrigðisstj. að gera nauðsynlegar ráðstafanir til varnar gegn veiki þeirri, sem frv. þetta fjallar um. Ég ætla, að ég þurfi ekki að bæta neinu þar við.

Skal ég aðeins geta þess, að áður en ég lagði frv. fram, bar ég mig saman við þá tvo hv. þm., sem á þingi sitja fyrir þau tvö kjördæmi, sem hér eiga sérstaklega hagsmuna að gæta, þá hv. þm. Vestm. (JJós) og hv. þm. V.-Sk. (GSv), og tryggði mér, að þeir mundu ekki telja sig þurfa að gera sérstakar aths. við frv.

Málið er ákaflega einfalt. En ef ástæða þætti til að vísa því til n., þá á það heima í allshn.