02.04.1940
Efri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (689)

72. mál, fýlasótt

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er flutt í hv. Nd. af landlækni. Efni frv. er það, að heimila ríkisstj. að fyrirskipa nauðsynlegar ráðstafanir til varnar því, að menn sýkist af svonefndri fýlasótt. Í hinni ýtarlegu grg. fm. er gerð grein fyrir ástæðunni fyrir því, að frv. er fram borið. Það hefir komið í ljós og sannazt við rannsóknir, að a.m.k. í vestmannaeyjum og sennilega líka í Mýrdalshéraði hefir orðið vart við þessa veiki, sem sannanir hafa fengizt fyrir, að stafar af handfjötlun á fýlungum. Því hefir heilbrigðisstjórnin litið svo á, að nauðsyn beri til að gefa ríkisstj. heimild til að gefa út reglugerð og gera ráðstafanir til varnar því, að menn sýkist af þessari veiki, og þar á meðal heimild til þess að banna að meira eða minna leyti fýlatekju. Það virðist liggja í augum uppi, að þar sem það er sannað með bióðrannsóknum, að þessi veiki á uppruna sinn í meðhöndlun manna á fýlungum. t.d. í Færeyjum, þar sem þessi veiki hefir líka komið upp á sama hátt og orðið miklu mannskæðari en hér, þá virðist sjálfsagt að heimila ríkisstj. að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja þetta. Þess má geta, að vestmannaeyingar, sem kynnu að hafa atvinnutap af slíkum ráðstöfunum, hafa sent til þingsins áskorun um að hefjast handa í þessu máli.

Allshn. hefir orðið sammála um að mæla með, að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.