05.04.1940
Sameinað þing: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (83)

1. mál, fjárlög 1941

Steingrímur Steinþórsson:

Ég á hér nokkrar brtt., sem ég er 1. flm. að og mun mæla sérstaklega fyrir, og einnig er ég meðflm. að öðrum till., sem ég mun leiða hjá mér að mestu leyti að mæla fyrir.

Ég ætla þá fyrst að minnast á brtt. á þskj. 327, I, þar sem lagt er til, að það framlag, sem ríkissjóður leggur fram til að styrkja fyrrv. vegaverkstjóra. hækki úr 1500 kr. upp í 1800 kr., en af því renni 300 kr. til Daníels Hjálmssonar, fyrrv. verkstjóra. Hann var um langt skeið vegaverkstjóri hjá ríkinu. Hann er nú gamall og farinn að heilsu, en hefir aldrei fengið styrk hjá því opinbera. Það virðist því réttmætt, að hann fái litla viðurkenningu frá ríkinu þau fáu ár, sem hann á sennilega eftir ólifað, fyrir þau störf, sem hann hefir unnið, enda á hann það ekki síður skilið en ýmsir aðrir af starfsmönnum ríkisins, sem njóta opinberrar hjálpar eða styrks í eilinni, þegar þeir eru ekki lengur færir að vinna fyrir sér sjálfir. Daníel er sonur Hjálms Péturssonar, er um eitt skeið var fulltrúi Mýramanna á þingi. Ég vænti þess, að hv. Alþ. muni veita Daníel í elli sinni þennan lítilfjörlega styrk, sem hér er farið fram á.

Þá berum við þm. Skagf. fram brtt. á þskj. 308,XI, um að greiða aukatillag til Hofsósbryggju. Hofsóskauptún réðst í það fyrir nokkrum árum að byggja þarna bryggju eða bátahöfn, en ríkissjóði ber samkvæmt l. að kosta þessa hafnargerð að 2/5. Það er svo ákveðið í fjárl., að ríkissjóður skuli greiða 7 sinnum 8 þús. kr., eða alls 56 þús. kr., í styrk til þessa mannvirkis. Nú hefir svo farið, að kostnaður við hafnargerðina hefir orðið nokkru meiri en áætlað var í fyrstu. Allur kostnaður mun hafa orðið 165 þús. kr., svo það mun láta nærri, að ríkinu beri að greiða 64 þús. kr. til þessa mannvirkis. Það er því till. okkar hv. þm. Skagf., að ríkið bæti við 8. greiðslunni, svo að ríkið leggi þá alls fram 64 þús. kr. til hafnargerðarinnar. Ég vil sérstaklega taka það fram um þetta mannvirki, að það hefir í alla staði heppnazt vel, því það hefir verið byggð þarna mjög góð bátahöfn, og það er enginn vafi á því, að hún er trygging fyrir því, að sjósókn geti orðið betri og öruggari í Hofsósi en áður hefir verið. Það er nokkurnveginn víst, að nokkur síld verður lögð þar upp í sumar. Einhver hin beztu síldarmið hér við land eru á skagafirði, og liggur Hofsós mjög vel við þeim. En þeim Hreppi, sem að þessu mannvirki stendur, er ofraun að standa undir hinum mikla kostnaði. Ég hygg, að ef þessar 8 þús. kr. verða greiddar úr ríkissjóði, sem ég álít, að ríkissjóði beri að greiða lögum samkvæmt og við þm. Skagfirðinga höfum borið undir vitamálastjóra, þá muni þessu mannvirki vera fjárhagslega borgið. Það er ekki verið að fara fram á nein útgjöld árið 1941, heldur að bætt sé við einni viðbótargreiðslu, þegar þar að kemur. Ég vænti þess, að hið háa Alþ. sjái sér fært að verða við þessu, því ég hygg, að með þessu muni þessu mannvirki vera borgið á þann hátt, að sveitarfélagið muni geta risið undir þeim skuldum, sem á höfninni hvíla að öðru leyti. Þó þetta verði ekki samþ. nú, þá mun það verða borið fram á næstu þingum, unz leiðrétting fæst á þessu.

Þá á ég einnig brtt. á sama þskj., 308,XXIV, um að veita Jóni Þorsteinssyni, skáldi á Arnarvatni í Mývatnssveit, 500 kr. skáldastyrk. Hann er nú um áttrætt, þrotinn að kröftum og efnalaus með öllu. Hann hefir undanfarin ár staðið á 88. gr. fjárl. með þessa upphæð, og ég hygg, að það hafi verið af óaðgæzlu, að hann var felldur niður, þegar nöfn skálda og listumanna voru tekin inn á 15. gr. fjárl. Mér dettur ekki í hug að ætla, að þeim, sem undirbjuggu fjárlagafrv., hafi dottið í hug, að þessi gamli maður, sem í raun og veru hefir ekki úr öðru að spila en þeim lítilfjörlega styrk, sem þingið hefir veitt honum, væri felldur niður, heldur mun hér eingöngu um óaðgæzlu að ræða. Ég vænti því, að þessi styrkur fái að standa á fjárl. á meðan hann lifir. Ég skal taka það fram, að verði samþ. till. fjvn. á þskj. 272 um að taka öll nöfn skálda og listamanna út úr fjárl., en veita ákveðna upphæð í þessu skyni, þá mun ég taka þessa brtt. aftur. Ég treysti því, að menntamálaráð muni þá veita þessum aldraða heiðursmanni þennan lítilfjörlega styrk, sem hér er farið fram á.

Þá er á þskj. 308,XXX till. frá mér og lm. þm. Mýr. um að hækka framlagið til Búnaðarfélags Íslands úr 200 þús. kr. upp í 220 þús. kr. og til vara að hækka það um 10 þus. kr., eða í 210 þús. Hv. þm. Mýr. mælti með nokkrum orðum fyrir þessari till. áðan, en ég ætla að nokkru leyti að endurtaka það, sem hann sagði, og bæta þar örfáum atriðum við. Það má segja svipað um fjármál Búnaðarfélags Íslands og ríkisins, að sú fjárveiting, sem það fær úr ríkissjóði, er bundin frá ári til árs. Fjárveitingin fer til þess að launa ráðunauta þá, sem félagið hefir. Það mun vera um 1/4 af styrknum, sem fer í launagreiðslur, eða 50–60 þús. kr. Til búnaðarsambandanna fer svipuð upphæð. Auk þess verður félagið að standa undir ferðakostnaði ráðunauta sinna, þegar þeir eru að annast sýningar- og leiðbeiningarstarfsemi. Enn má nefna það. að Búnaðarfélag Íslands starfrækir búfjárræktarl. fyrir ríkisstjórnina, og verður að gera það samkvæmt landslögum. Nú er það gefið, að ferðakostnaður í sambandi við sýningar- og leiðbeiningarstarfsemi hlýtur að stórhækka. Ég geri ekki ráð fyrir, að það sé tilætlun ríkisstj. eða Alþ., að þessi starfsemi verði lögð niður, en það er ómögulegt fyrir Búnaðarfélag Íslands að standa undir þessum auknu útgjöldum, nema það fái aukna flárveitingu.

Það er vitað, að Búnaðarfélag Íslands verður að greiða uppbætur til sinna starfsmanna, ef frv. það, sem liggur fyrir þinginu um launauppbætur til starfsmanna ríkisins, verður samþ. Starfsmenn félagsins munu vera lægra launaðir en flestir aðrir hliðstæðir starfsmenn hér á landi. Af þessum ástæðum er það augljóst, að það er óhugsandi fyrir Búnaðarfélag Íslands að reka sína starfsemi með því fé, sem því er ætlað, þó hægt hafi verið að komast af með það á undanförnum árum. hað er þá ekki nema um tvennt að gera fyrir félagið, annaðhvort að segja upp einhverjum af starfsmönnum sínum eða að neita að framkvæma eitthvað af því, sem ríkið skipar því að framkvæma samkv. l.

Við flm. þessarar till. höfum farið svo vægiIega í sakirnar sem mögulegt var. Ég vil taka það fram, að ég álít, að í raun og veru geti lægri upphæð en 20 þús. kr. hækkun, sem við förum fram á í aðaltill., tæplega komið til greina, því vitanlega er það svo, að fyrir árið í ár verður Búnaðarfélag Íslands að bera mjög aukin útgjöld vegna dýrtíðarinnar, að því er snertir ferðakostnað og að einhverju leyti launauppbót til starfsmanna sinna. Ég geri ekki ráð fyrir, að það fáist neinar uppbætur á það.

Ég vænti þess fastlega, að hið háa Alþ. samþ. aðaltill., um að hækka framlagið um 20 þús. kr., en mér dettur ekki í hug að trúa því, að nokkur þm. greiði atkv. gegn varatill., 10 þús. kr., því ég tel ómögulegt að gera það, þar sem Alþ. mun ætla að afgreiða 1. um launauppbætur til starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana. Það er ómögulegt að ætlast til þess, að starfsmenn Búnaðarfélagsins fal ekki einhverjar launauppbætur eins og aðrir starfsmenn ríkisins.

Ég hefi veitt því athygli, að nokkrir hv. þm. hafa borið fram till. um að hækka framlagið til Fiskifélags Íslands um 10 þús. kr. Mér er það ljóst, að sú till. er borin fram af sömu ástæðum eins og till. okkar hv. þm. Mýr. um Búnaðarfélag Íslands. Ég er ekki í vafa um, að sú starfsemi er jafnréttmæt, og ég lýsi því yfir, að ég mun greiða atkv. með till., þar sem ég veit, að hún mun vera sanngjörn. Ég vænti þess þá jafnframt, að till. okkar hv. þm. Mýr. nái samþykki Alþ. Ég get bætt því við, að fáist ekki þessi upphæð til Búnaðarfélagsins, þá hlýtur það að hafa þær afleiðingar í för með sér, að félagið verður að segja upp einhverjum af starfsmönnum sínum eða að leggja niður einhverja af starfsgreinum sínum, eða þá kannske að taka styrkinn af búnaðarsamböndunum að meira eða minna leyti. Ég tel þó, að það muni vera fáar upphæðir, sem veittar eru úr ríkissjóði, sem geri meira gagn. Búnaðarsamböndin hafa svo margháttaðar framkvæmdir með höndum, að þó hver þeirra um sig sé kannske ekki stór, þá er það svo, að þegar þær koma saman, þá eru það þau, sem að miklu leyti standa undir búnaðarframkvæmdum í veitunum. En hvaða leið sem farin yrði til þess að skera niður það fé, sem rennur gegnum Bf. Ísl. til landbúnaðarins, þá hlyti það að hefta hina eðlilegu þróun búnaðarmálanna og valda landbúnaðinum tjóni og erfiðleikum.

Þá er enn á sama þskj., XXXIV till. sem flutt er af mér og Im. þm. Mýr., um að hækka framlagið til búfjárræktar úr 68 þús. kr. upp í 70 þús.kr. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þessa till. Hún er afleiðing af þn í, að búið er að samþ. frv. til l. um bráðabirgðabreyt, nokkurra l., en þar var gerð sú breyt. á frv. samkvæmt beiðni frá Bf. Ísl., að í stað þess að framlagið til búfjárræktar skyldi vera 68 þús. kr., því var samþ., að það skyldi vera minnst 70 þús. kr. Ég tel því víst, að þessi hækkun verði samþ.

Þá á ég brtt. á þskj. 327,XVII. Sú till. er um jarðakaupasjóð, að tillagið til hans hækki um 50 þús. kr., úr 20 þús. upp í 10 þús. kr. Á síðasta þingi var framlagið til jarðakaupasjóðs 85 þús. kr. Það mun þá hafa verið ákveðið að nokkru leyti með það fyrir augum, að nauðsynlegt þótti af sérstökum ástæðum, að heimild væri til að kaupa allmargar jarðir í einni ákveðinni sveit. Það mun nú vera hafinn undirbúningur um það að kaupa jarðir þær, sem hér um ræðir.

Það hefir verið svo, að mikil ásókn hefir verið víðsvegar af landinu um það að fá ríkið eða jarðakaupasjóð til að kaupa jarðir. Sá fulltrúi í stjórnarráðinu, sem hefir með þetta að gera, hefir tjáð mér, að nú liggi fyrir 86 skriflegar umsóknir um kaup úr jarðakaupasjóði, en hann hefir jafnframt tekið það fram, að í raun og veru liggi miklu fleiri umsóknir fyrir. Mönnum hefir verið sagt upp á síðkastið, að það þýddi ekki að senda umsóknir, því það væri ekki hægt að sinna þeim.

Það hafa verið mjög skiptar skoðanir um þetta mái, og ýmsir hafa talið, að það væri hið mesta glapræði, að ríkið væri að eignast jarðir á þennan hátt, því það myndi verða til ófarnaðar landbúnaði okkar. Ég held, að það sé enginn meiningarmunur um það, að heppilegast væri, að hver bóndi ætti sína jörð, og ætti hana þannig, að engar eða mjög litlar skuldir hvíldu á henni. Hann hefði jörðina á þann hátt, að hann þyrfti ekki að greiða neina verulega vexti af skuldum. Ég hygg, að allir geti orðið sammála um, að þetta sé bezta leiðin í þessu efni. En reynslan er þessi, að þegar menn ráðast í framkvæmdir á þessum jörðum, sem allir álíta nauðsynlegar, og kannske svo, að ómögulegt er að búa á jörðunum án þess að gera þær upp, byggja hús, rækta jörðina eða gera annað, sem til umbóta horfir, þá fer oft svo, að jarðirnar yfirhlaðast af skuldum, svo að eigendur þeirra ráða ekki við þær skuldir, sem á hvíla. Verkefni jarðakaupasjóðs álít ég, að eigi að vera það, að vera til hjálpar þeim mönnum, sem þannig hefir rekið í strand, kannske fyrir of örar framkvæmdir, en þó oft framkvæmdir, sem óhjákvæmilegt var að gera og engum dettur í hug að hafa á móti, að verði að gera, en oft eru kannske þannig, að þær koma ekki að fullum notum fyrr en síðar meir og hafa því að miklu leyti verið gerðar fyrir komandi kynslóðir. Ég er ekki í vafa um það, að þessi ár, sem jarðakaupasjóður hefir starfað, þá er hann búinn að hindra það, að margur bóndinn hafi verið flæmdur af jörð sinni, því að um leið og jarðakaupasjóður keypti jörðina af bóndanum, hefir ríkið leigt honum hana á erfðaábúð með ákveðnum skilmálum. Það er af þessum ástæðum, að við flm. þessarar brtt. leggjum til að hækka framlagið til jarðakaupasjóðs um 50 þús. kr. Nú getur jarðakaupasjóður ekki keypt neinar jarðir, nema hann fái aukið fé til þess. Ég álít það hættulegt fyrir íslenzkan landbúnað, ef þessi starfsemi leggst niður. Mín skoðun er, að þessi starfsemi eigi aðeins að ná til þess, eins og það hefir verið framkvæmt á undanförnum árum, að kaupa þær jarðir, sem svo hafa verið yfirhlaðnar skuldum, að þeir, sem á þeim sátu og áttu þær, gátu ekki ráðið við skuldirnar og hefðu þess vegna orðið að hrökklast burtu.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara mörgum fleiri orðum um þessa brtt. Ég vil þó aðeins segja það, að úr því að Alþ. samþ. á síðasta þingi að auka framlagið til jarðakaupasjóðs upp í 85 þús. kr., þá þykir mér mjög óeðlilegt, að það nú felli þessa brtt. um að hækka framlagið upp í 70 þús. kr., því að auðvitað hefði verið eðlilegast, að upphæðin hefði verið sú sama og á síðustu fjárl.

Þá vil ég geta þess, að ég á brtt. á þskj. 333,III, ásamt hv. þm. Mýr. og hv. 1. þm. N.-M, um það að verja til framræslu og vegagerða á löndum ríkisins 300 þús. kr., og til vara við 22. gr., að ríkisstjórninni sé heimilað að verja jafnhárri upphæð til sömu framkvæmda. við tökum þessa till. aftur af þeim ástæðum, að það hefir orðið samkomulag um það, að landbn. Nd. flytji brtt. við frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa nokkrar jarðir í Ölfusi. þess efnis, að ríkisstjórnin fái þar heimild til fjárframlaga í þessu skyni. Og skal ég ekki fara fleiri orðum um það.

Þá á ég hér eina brtt., á þskj. 365, VIII, ásamt hv. samþm. mínum og hv. þm. V.-Ísf. og hv. 8. landsk. Hún er við 22. gr. fjári., um heimild fyrir ríkisstj. til að veita Skúla Pálssyni allt að 4 þús. kr. styrk til fiskiræktar, enda mæli Búnaðarfélag Íslands og fiskideild atvinnudeildar háskólans með fjárveitingunni. Skúli Páisson hefir síðustl. ár unnið að því að kynna sér fiskirækt og fengið dálítinn styrk frá Búnaðarfélagi Íslands til þess að kynna sér þetta á Norðurlöndum. Hann hefir með þessari starfsemi verið í samráði við Búnaðarfélagið og fiskideild atvinnudeildar háskólans, og þó einkum við Árna Friðriksson fiskifræðing, Árni Friðriksson fiskifræðingur hefir mælt mjög eindregið með því, að Skúla Pálssyni yrði gert kleift að halda áfram með tilraunir sínar á þessu sviði. En það, sem hann hefir fengizt við að gera, er að taka upp ræktun á fiskum eða silungum í ósöltu vatni eins og nokkurskonar búfjárrækt í smávötnum, eins og gert er erlendis, og fá þannig mjög verðmæta útflutningsvöru. við flm. þessarar till. teljum það mjög eftirtektarverða tilraun, sem Skúli Pálsson hefir þarna byrjað á. Og ég er sannfærður um það, ekki sízt eftir að hafa rætt við Árna Friðriksson, að hér getur verið um mjög merkilegan atvinnuveg að ræða fyrir okkur. Skúli Pálsson er í undirbúningi með að stofna hlutafélag í þessu skyni, og hann er búinn að hefja undirbúning í þessa átt og sér um það að hefja þessa ræktun. Og af því flytjum við þessa till., að við höfum trú á því, að hægt sé að rækta silung á þennan hátt, sem geti orðið aliveru1eg og verðmæt útflutningsvara fyrir okkur. við höfum álitið rétt að setja það skilyrði fyrir þessari fjárveitingu, að Búnaðarfélag Íslands og fiskideild atvinnudeildar háskólans mæltu með henni, vegna þess að ætla má, að þessar stofnanir hafi nokkra sérþekkingu í þessu máli. Skúli Pálsson sendi landbn. Nd. fróðlegt erindi um þetta, sem nefndin sendi síðan fjvn. með ákveðnum meðmælum um það, að hún sæi sér fært að taka upp einhver fjárframlög í þessu skyni. Hv. fjvn. hefir ekki séð sér fært að verða við þessari beiðni, og þess vegna höfum við borið fram þessa brtt. Skúli Pálsson fór fram á 7 þús. kr. framlag í þessu skyni, en við höfum ekki vogað að spenna bogann hærra en að leggja til, að ríkisstjórnin fái heimild til þess að greiða honum 4 þús. kr.

Ég hygg, að ég hafi nú mælt fyrir þeim brtt., sem ég er 1. flm. að. Og af því að ég er búinn að tala hér nokkuð lengi, læt ég vera að mæla fyrir þeim, sem ég er 2. eða 3. fim. að.

Ég sé ekki ástæðu til að fara að tala hér nú um fjárl. almennt eða fjármálaástandið, þó að e. t. v. gæti verið ástæða til þess að ýmsu leyti. Ég vil þó aðeins taka fram um þá till. eða heimild, sem samþ. var hér við 2. umr. fjárl. um það að heimila ríkisstj. að lækka útgjöld ríkisins, sem ekki eru bundin af öðrum i. en fjárl., um allt að 35% á næsta ári, að ég greiddi þeirri till. atkv. við 2. umr. fjár. En með því taldi ég líka, að ekki kæmi til mála, að farið væri að veita frekari heimildir til handa ríkisstj. um það að skera niður á fjárl. greiðslur, sem Alþ. hafði samþ. Mér virðist, að gengið hafi verið svo langt með því að samþ. þessa till., að ekki sé fært að ganga lengra, því frá mínu sjónarmiði tel ég mjög varhugavert að gefa slíkar heimildir í stórum stíi. Það er þó Alþ., sem á að hafa æðsta vald í fjármálunum. Og þegar svo langt er komið, að heimila á ríkisstj. að skera niður meira en fé af því, sem Alþ. hefir ákveðið um ýmsar fjárveitingar, þá þykir mér vera nokkuð langt gengið í þessu efni. Og ég álít, að það sé mjög mikið álitamál, hvort ekki hafi í raun og veru þegar verið gengið of langt í þessu efni. Því að ef eitthvað kemur fyrir, þannig að nauðsyn sé að ganga svo langt frá þeirri ákvörðun, sem þingið hefir gert um fjárveitingar, þá álít ég, að ríkisstj. hljóti að kalla saman Alþ. til þess að taka ákvörðunina um þessa hluti.

Ég vildi aðeins nefna þetta hér, af því að komið er fram frv. um að heimila enn frekari niðurfærslur á fjárveitingum þeim, sem Alþ. hefir ákveðið. Ég fyrir mitt leyti er því frv. algerlega mótfallinn. Ég álít, að með þeirri heimild, sem ríkisstj. var gefin við 2. umr. fjári. um 35% niðurskurð á ólögbundnum greiðslum, sé gengið svo langt í því efni, að ekki sé hægt fyrir Alþ. að ganga lengra á þeirri leið.