27.03.1940
Neðri deild: 23. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í B-deild Alþingistíðinda. (833)

60. mál, bifreiðalög

Forseti (JörB):

Ég efast ekki um, að hv. 6.

þm. Reykv. hafi eitthvað til síns máls, þegar hann leggur til, að atkvgr. um þessi frv. verði frestað, en áður en það yrði gert, vildi ég fá yfirlýsingar af hálfu fleiri hv. þm. um, að þeir væru varbúnir að greiða atkv. um þessi mál. Ég vildi biðja um, að aðgætt yrði, hvort flestir hv. dm. muni ekki vera nærstaddir.