05.04.1940
Sameinað þing: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (85)

1. mál, fjárlög 1941

*Haraldur Guðmundsson:

Ég á þér nokkrar brtt., sem ég vil víkja fáeinum orðum að. Fyrst er þess að geta, að brtt. á þskj. 308,XVIII og á þskj. 365,VI eru um það að veita 1500 kr. styrk til Blaðamannafélagsins og að hækka styrkinn til Fiskifélagsins um 110 þús. kr. Fyrir styrknum til Blaðamannafélagsins hefir verið mælt svo vel, að lítil þörf er á að bæta þar við. Það sama má í raun og veru segja um hina brtt., því að hv. 2. þm. Skagf. drap á hana í ræðu sinni núna rétt áðan, og fleiri hafa mælt vel fyrir henni.

Þá á ég brtt. á þskj. 365 sem er um það, að Þórbergi Þórðarsyni verði veittur 2500 kr. styrkur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvers Þórbergur er verðugur. Hann hefir staðið á fjárl. í allmörg ár með svipaðri upphæð og þessari. En hann hefir ekki verið metinn þess verðugur af menntamálaráði að fá styrkinn hjá því. Ég tel, að ekki þurfi að fær;t nein rök að því, að hann fái þennan styrk, heldur er það rétt og sjálfsagt að láta hann halda þessum styrk áfram.

Þá á ég brtt.þskj. 333. Sú fyrri er IV, um það, að Nikulási Friðrikssyni sé veittur 1000 kr. styrkur til utanfarar til þess að kynna sér rafmagnshitun, enda leggi Reykjavíkurbær jafnháa upphæð móti. Ég til vara 750 kr. Þessi till. hefir verið lögð fram á þingi nokkrum sinnum og felld, — ég verð að segja af óskiljanlegum ástæðum, því að ég ætla í báðum tilfellunum hafi hún verið felld af fjvn. Ég veit, að hv. þm. hefir verið sýnd skýrsla Nikulásar Friðrikssonar um rafmagnshitun í Noregi, og í þessari skýrslu eru prýðileg gögn og upplýsingar um marga hluti þessu viðkomandi, sem okkur er mest nauðsyn á að vita, einkum nú, þegar svo mjög ríður á, að allstaðar þar, sem hægt er, verði notað rafmagn til hitunar, til þess að spara kol og efni, sem flutt er inn í landið. Við væntum þess, þó að þetta sé í þriðja skiptið, sem farið er fram á þetta við Alþ., og þó að það hafi ekki verið samþ. hingað til, þá verði það nú niðurstaða háttv. þm., að þeir geti fallizt á þessa litlu fjárveitingu.

Þá á ég aðra brtt. á þessu þskj., V, sem ég flyt ásamt hv. þm. Dal., um að veita Guðmundi Kristinssyni myndskera 300 kr. styrk. Hann hefir fallið niður hjá menntamálaráði, en af hvaða ítstæðum, er mér ekki kunnugt. En mér er kunnugt um, að þessi maður er bæklaður, og sömuleiðis hitt, að hann er fyrir sína list alls góðs maklegur.

Ég á hér brtt. á þskj. 327,XXIII, um að hækka eftirlaun Tómasar Gunnarssonar fiskimatsmanns úr 300 kr. upp í 500 kr., og til vara kr. 400.00. Þessi maður er einn af allra elztu fiskimatsmönnum landsins og hefir í starfi sína sýnt hina mestu árvekni, og er sjálfsagt, að hann njóti þeirra ára, sem hann á eftir ólifað, með sæmilegum eftirlaunum.

Ennfremur á ég á þskj. 372, III, ásamt tveim öðrum hv. þm., brtt. um að eftirlaun frú Theodóru Thoroddsen verði hækkuð úr kr. 800.00 upp í kr. 1200.00. Hún hefir, auk annara starfa, verið starfsmaður Alþingis um langan aldur; vil ég ekki trúa öðru en að um þetta geti orðið samkomulag.

Þá flyt ég á þingskj. 327,XIX, brtt. um það. að veitt verði til ræktunarvegar á Seyðisfirði 2500 kr. Það hefir verið upptekin regla hv. fjvn., að mæla því aðeins með till. um ræktunarvegi, að þeir séu í eyjum úti, en á Seyðisfirði er það svo, að það ræktanlegt land, sem liggur næst bænum, má heita allt uppræktað. Hinsvegar hefir bærinn keypt land til ræktunar úti á Hestdalseyri, og verður nú ræktun hafin þar í stórum stíl. Það eru fáar aðgerðir, sem skila, jafnfljótt aftur peningum eins og þær, sem gera mönnum kleift að nota landið í nánd við hina stærri kaupstaði, sérstaklega þegar áhuginn er eins mikill eins og á Seyðisfirði. Og eins og ég sagði, hefir verið ræktað allt það land, sem ræktunarhæft getur kallazt. vænti ég, að hv. þm. sjái sér fært að samþykkja þessa till.

Einnig á ég till. VII. á þskj. 365, þess efnis, að 15000 kr., sem veittar eru til barnaheimila og barnaverndar, hækki upp í 20 þúsund kr. Það má með sanni segja, að í fjármálaaðgerðum síðustu ára hafa tillög til barnaverndarmála verið af tiltillulega skornum skammti. Stafar þetta af því, að einmitt í þessu skyni hefir verið létt að fá fé frá einstaklingum til þessa. Í þetta hafa frá einstaklingum og félögum fengizt um 15 þúsund krónur, er félögin hafa yfirleitt notað til sumardvalar fyrir börn í sveit og annars slíks, sem nauðsynlegt er. Ríkissjóður hefir á tveim síðustu árum ekki lagt nema 15 þúsund krónur til þessa, eða tæplega 1/5 hlutann. Nú er það, að kostnaður við barnaheimili og sumardvalir hlýtur að aukast með vaxandi dyrtíð, og er því aðeins hægt að fá fé frá einstaklingum áfram, að hið opinbera láti ekki sitt eftir liggja.

Auk þess á ég tvær till. á þskj. 327 ásamt hv. 2. landsk. Till. XVI er þess efnis, að framlag það, sem á að verja til framleiðslubóta og atvinnuaukningar, verði hækkað um 200 þúsund krónur. Auk þess till. XXVIII, að nýr liður bætist við, sem heimili ríkisstj. að verja 750 þús. kr. úr ríkissjóði til ráðstafana í bjargráðaskyni, ef styrjöldin eða aðrar orsakir valda stórfelldri röskun á atvinnulífi þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að leita samvinnu við sveitar- og bæjarfélög um fjárframlög í þessu skyni og hvaða framkvæmdir séu líklegastar. Ég lét þess getið við 1. umr. fjárlaganna, að mér litist svo sem fjárlögin, ef þau yrðu afgr. nú á þessu þingi, mættu frekar teljast spegilmynd af óskum og ágizkunum þm. að því er snerti tekjuöflun og ráðstafanir fjárins 1941, heldur en að um öruggan grundvöll væri að ræða. En allir hljótum vér að játa það, að þótt óvissan sé svo mikil. að vér rennum nokkurn veginn blint í sjóinn bæði um fjárhagsafkomu og viðskipti ársins 1941, þá er það alveg víst, að atvinnuleysi lítur út fyrir að verða miklu stórkostlegra hér á landi þá en nokkurntíma. Það eru allar horfur á því, að atvinna við saltfisksverkun hljóti að dragast saman. Þetta er á árinu 1941 það, sem næst stappar fullri vissu, — það er að segja, ef styrjöldinni er þá ekki lokið. Hvernig okkur gengur að halda uppi viðskiptum okkar við aðrar þjóðir, rennum við blint í sjóinn um. Nú hefir verið, með samþykki Alþingis við 2. umr. fjárl., horfið að því að veita óvenjulega heimild til þess að mæta þessari óvissu, þ.e.a.s. með því að skera niður öll útgjöld ríkisins um 35%. Ég verð að segja það, að þessi ráðstöfun er mér ákaflega ógeðfelld. Ég treysti mér ekki til þess að greiða atkv. með henni. En ég var ekki á móti, en ástæðan var sú, að ég tel, að ríkisstjórnin, eins og hún er skipuð, geti ekki notað þessa niðurskurðarheimild án þess að kalla þingið saman, enda á þingið að koma saman eigi síðar en lá. febr. Ég hefi því litið svo á, að hér væri um eðlilega forsjálni að ræða, og heimildin sé gefin vegna þess, að hæstv. fjmrh. hefir lagt áherzlu á hana, en að ekki væri meiningin að nota þessa heimild, nema fyllsta nauðsyn krefði og eins og ég sagði hafa um það samráð við Alþingi. Ég sé nauðsynina á því að hafa slíka heimild sem hér um ræðir til lækkunar á útgjöldum fjári., en það er að mínu viti ekki siður nauðsynlegt að hafa heimild til þess að hækka útgjöldin annarstaðar. veit ég, að menn sjá það, að ef fjárhagurinn verður þannig, að ekki er hægt að fylgja fjárl., og verður nauðsynlegt að lækka þau, er komið slíkt ástand í landinu, að það hlýtur að sýna áhrif sín á annan hátt, þannig að vissar atvinnugreinar lenda í örðugleikum, sem hlýtur að leiða af stóraukið atvinnuleysi frá því, sem nú er, þ.e.a.s. skapa það ástand í landinu, sem hlýtur að leiða af sér nauðsyn á sérstökum ráðstöfunum. Ég mundi telja það fyrirhyggjuleysi af ríkisstj. að afla sér ekki fjár til þess að grípa til, ef slíkt steðjar að. Ég er ekki einn um þessa skoðun. Ég hlustaði á ræðu hæstv. fjmrh. í Ed. um daginn, og var hann á sama máli. Ef ég man rétt, sagði hann, að ástandið gæti orðið þannig, að það gæti skapað nauðsyn á því að lækka útgjöldin á einu sviði til þess að geta hækkað þau á öðrum sviðum. Ég er alveg sammála honum í þessu, og þess vegna er þessi till. mín borin fram.

Að því er snertir till. mína um að hækka atvinnubótaféð úr 1/2 millj. upp í 700 þús. kr., er þetta að segja: Undanfarin ár, ég ætla ein 6, hefir verið varið úr ríkissjóði um 1/2 millj. kr. á ári til atvinnubóta, og hygg ég, að ekki séu skiptar skoðanir um það, að sveitar- og bæjarfélögum hefir verið hin mesta nauðsyn á þessu, og hefir það jafnvel verið talið skorið við nögl. Nú hækkar verðlag í landinu og þó ekki sé víst, hve lengi það stendur, horfir allt til þess, að sú hækkun haldist. Kaupgjald hækkar líka. Dagsverkin verða því færri sem því nemur. Sú hækkun, sem gert er ráð fyrir á þessum lið, nemur ekki nema rétt rösklega því, sem hækkunin nemur, þannig að þetta verður ekki nema rúmlega sami dagsverkafjöldi, með því að hækkunin fáist, en fáist hún ekki, verða dagsverkin færri.

Ég veit, að það eru ýmsir, sem hafa tekið sér í munn lítilsvirðandi orð um atvinnubótavinnu, og veit, að þar er ýmislegt ómaklega mælt. Ég hygg, að ef menn vildu athuga það, mundu þeir sjá, að ýms góð verk hafa verið unnin í atvinnubótavinnu, auk þess sem þessi vinna hefir bjargað mönnum frá því að leita til hins opinbera. Ég játa, að verkin eru oft dýrari en þau þyrftu að vera, af því þau eru unnin á óheppilegum tímum, en ef málið er athugað, sýnir það sig, að mörg góð og þörf verk hafa verið unnin í atvinnubótavinnu, og er því fé, sem til hennar fer, ólíkt betur varið en ef það hefði verið notað til þess að halda mönnum uppi með fjárstyrk. Það er rétt, að mikið af þessu hefir farið til gatna hér í Reykjavík, en þó eru nú göturnar hér ekki svo góðar, að það megi ekki bæta þær.

Ég tók eftir því í ræðu hæstv. atvmrh. í Nd. fyrir nokkrum. dögum í sambandi við saltfisksveiðar togaranna, að hann lét þau orð falla, að þó útlitið væri ískyggilegt, bætti vinnan við hitaveituna mikið úr, ekki sízt, bætti hann við, ef ríkisstjórnin tæki sér það bessaleyfi að auka nokkuð framlög til framkvæmda. Ég skyldi orð hans svo, að ef illa færi um atvinnu hér í bænum, væri ríkisstj. ljóst, að hún yrði einhverjar ráðstafanir að gera, og þar sem 3 flokkar standa að stjórninni, gæti hún aukið framlögin, en ég vildi segja, að ég teldi réttara að afla sér nauðsynlegra heimilda hjá þinginu, sem nú situr, en að taka sér bessaleyfi.

Ég skal að lokum aðeins drepa á eitt í þessu sambandi. Ég tel, að á undanförnum árum, þegar alveg óvenjulegir erfiðleikar hafa steðjað að einni fjölmennustu stétt landsins, bændum og búaliði, hafi Alþingi brugðið röggsamlega við. Það hefir verið varið stórum upphæðum, um einni millj. kr. á ári, til þess að bæta hag bænda, sem mæðiveikin hefir herjað á. Mér er það óskiljanlegt, ef þeir sömu menn, sem hafa talið óhjákvæmilegt að leggja á ríkissjóðinn frá 3/4 til einnar millj. á ári vegna þessarar stéttar, telja ekki, þegar atvinnu sjávarfólksins er stefnt í augljósa hættu, að þeim beri að bregða eins væri við eins og fulltrúar þessara héraða hafa brugðið við óskum um stuðning til bænda, er þeir voru í vanda. Ég býst við, að ýmsum muni finnast þessi upphæð nokkuð stór, en vil benda á það, að hér er aðeins um heimild að ræða, sem ekki er ætlazt til, að notuð verði, nema nauðsyn krefji. Ég minnist þess, að til ráðstafana vegna mæðiveikinnar hefir verið notaður meiri hl. af fé bjargráðasjóðs. Nú mun ekki vera ætlazt til þess, að veitt sé fé úr honum til þess að afstýra neyð í kaupstöðunum, en það lokar ekki fyrir það, að það megi lána úr sjóðnum, ef þörf krefur í þessu skyni.

Það hefir síðan ég lagði fram þessa mína till. verið samþ. heimild til ríkisstj. um að leggja fram allt að 300000 kr. til undirbúnings ræktunar á löndum ríkissjóðs. Ég vil taka það fram, að eigi þessi framkvæmd að koma að gagni, þar sem mest er þörfin, verður hún að koma þeim til góða, sem atvinnuleysið mæðir mest á, en ekki að notast til uppfyllingar á atvinnu annara stétta, sem geta séð sér sæmilega farborða án þess.

Ég skal svo láta þessu máli mínu lokið. Mér þætti vænt um, ef hv. þm. gætu fallizt á að samþ. þessa till. mína og syndu með því, að þeir telji rétt og sjálfsagt, að ríkisstj. verði við því búin að mæta þeim örðugleikum, sem koma af því ástandi, sem nú ríkir.