05.04.1940
Sameinað þing: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

1. mál, fjárlög 1941

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Það er vitanlega ógerningur að tala ýtarlega um allar þær till., sem hér eru komnar fram, og þó að fjvn. sé á móti þeim flestum, þá er það ekki vegna þess, að þær séu ekki þess virði að vera fram bornar, heldur vegna hins, að fjvn. hefir áður með till. sínum borið fram það, sem hún taldi fært, án þess að útkoma fjárl. yrði allt of óhagkvæm. Ég mun þó aðeins minnast á nokkrar till., sem n. mælir með, að verði samþ. En áður en ég vík að þeim, verð ég að segja örfá orð um eina brtt. fjvn., sem mér hefir sézt yfir að minnast á í framsöguræðu minni í gær, það er 69. till., c-liður, á þskj. 272. Þessi till. er um það að kaupa Langholt við Reykjavík, ef tiltækilegt þykir vegna verðs og annara atriða, sem þar koma til greina. En þetta er gert í því skyni, að búið á Kleppi verði flutt að Langholti, en að Kleppsfjósið aftur á móti verði innréttað sem sjúkrahús, og þá sérstaklega fyrir þá geðveika sjúklinga, sem órólegastir eru. Þetta fjós er mjög góð bygging, og er talið líklegt, að því megi breyta í sjúkrahús. N. leggur þetta til aðeins með því skilyrði, að Reykjavíkurbær taki verulegan þátt í að breyta fjósinu, og jafnvel geri það að öllu leyti. Mér hefir skilizt, að Reykjavíkurbær mundi fást til þess að láta framkvæma þetta verk með því skilyrði, að þeir sjúklingar, sem nú eru hér í bænum, verði látnir ganga fyrir um húsrúm. Með þessari till. er ríkisstj. heimilt að athuga þetta mál og gera þessi kaup, ef henni þykir tiltækilegt.

Þá eru nokkrar till. á þskj. 308, sem ég vil aðeins minnast á. Í fyrsta lagi er það IX. till., frá hv. þm. Snæf., um greiðslu til bryggjugerðar í Stykkishólmi. Þessi till. er hækkun upp í 12 þús. kr., en fjvn. hafði ætlazt til, að þessi fjárhæð yrði 6 þús. kr., og má vel vera, að mér hafi sézt yfir að geta þess í framsöguræðu minni, en ég vænti þess, að hv. þm. taki sína till. aftur. — Þá er X. till. á sama þskj., frá nokkrum þm.; Það er fjárveiting til öldubrjóts á Siglufirði, endurveiting. Það mun ekki hafa verið hafið allt það fé, sem á fjárl. hefir verið veitt til þessa verks, en mér hefir skilizt, að flm. myndu fáanlegir til þess að taka till. aftur, ef fjmrh. vildi lýsa því yfir, að þetta fé yrði greitt, ef nægileg rök lægju fyrir um það, að fjárveitingin hefði ekki verið fullnotuð. Ég hefi átt tal um þetta við fjmrh., og hann sagði mér, að þetta myndi verða greitt, ef þau rök lægju fyrir, að fjárveitingin hafi ekki verið hafin að öllu leyti. — Þá er till. á sama þskj., XXXIV, um búfjárrækt. N. leit svo á, að þessi till., um að hækka tillagið úr 68 þús. kr. upp f 70 þús. kr., væri réttmæt, og mælir með, að hún verði samþ. — Þá er enn till., á sama þskj., XL., um það, að veita þús. kr. til rannsókna og varna gegn útbreiðslu riðuveikinnar í Svarfaðardal og til stuðnings bændum, er beðið hafa tjón af völdum hennar. Fyrir hönd fjvn. vil ég geta þess, að hún er fús til að skrifa ríkisstj. og fara fram á, að rannsókn á þessum fjársjúkdóm fari fram. Ég get því búizt við, að flm. fallist á að taka þessa till. aftur á þessu stigi málsins. — Þá er smátill. á sama þskj., XLVI, sem fjvn. telur réttláta, hún er um það, að hækka styrk til Sigríðar Jónasdóttur. — Þá er XLIX. till., um að hækka styrk til Eiríks Steingrímssonar; n. leggur einnig til, að hún verði samþ.

Till. fjvn. á þskj. 327 um íþróttasjóð hefi ég áður mælt fyrir, og sé ég ekki ástæðu til þess að endurtaka það. — Þá er X.X. till. á þskj. 327, um mæðiveiki og garnaveiki. Ég hygg, að flm. verði fúsir til þess að taka þessa till. aftur, þar sem komin er fram till. frá fjvn. um að hækka c-lið, í um 20 þús. kr., en brtt. sú, sem hér um ræðir, fer fram á það, að orðalaginu verði breytt, þannig að í stað „mæðiveiki“ kemur: mæðiveiki og garnaveiki. Ég bið flm. að athuga þetta. — Þá er XXVI till. í sama þskj., frá hv. þm. A.–Sk., sem n. mælir með, að verði samþ. Um XXVI. brtt. á þskj. 327, frá hv. þm. Vestm., um að láta halda áfram verki því, sem hafið hefir verið til varnar gegn landbroti í vestmannaeyjum, vil ég láta þess getið, að fjvn. hefir ekki stutt óskir manna um þetta efni og neitað um það óskum, sem komið hafa bæði frá Flateyri og Akranesi, með það fyrir augum, að þetta verk verði unnið af fé, sem ætlað er til atvinnuaukningar, enda eru um það bein fyrirmæli í sambandi við þessi fjárframlög og meðferð þeirra, að þau skuli nota í þessu skyni.

Á þskj. 333 eru tvær till., sem ég vil minnast á. Fyrri till. er um flugmál. N. hafði borizt erindi frá flugfélaginu um aukna fjárveitingu og töluvert hærri en þá, sem nú er gert ráð fyrir. Óskaði n., að ríkisstjórnin segði sitt álit um þetta mál, og að því athuguðu og í samráði við ríkisstjórnina er till. fjvn. fram borin, og mælir n. með því, að þessi till. verði samþ. — III. till. á sama þskj. er um framræslu og vegagerð á löndum ríkisins. 300 þús. kr. Hæstv. ráðh. getur þess, að þessi tillaga sé tekin aftur.

Þá er á þskj. 542 ein till. frá hv. samgmn. Fjvn. mælir að sjálfsögðu með því, að þessi till. verði samþ. Það hefir jafnan verið venja, að hv. samgmn. athugaði fjárveitingar til flóabáta yfirleitt, og till. hennar hafa ætíð verið teknar til greina.

Þá er hér till. á þskj. 386 frá fjvn., um að veita allt að 100 þús. kr. til hafnargerðar við sunnanverðan Faxaflóa. N. hafði áður flutt till. um sama efni, þar sem þessi fjárveiting var bundin við Njarðvík, en að athuguðu máli þótti ákjósanlegra að hafa það óbundið og láta rannsaka, hvar ákjósanlegastur staður væri, og í sambandi við þá rannsókn er ríkisstj. heimilað að nota þessa upphæð, og gerði ég allýtarlega grein fyrir þessu atriði í framsöguræðu minni.

Ég sé hér ekki fleiri till., sem ég hefi fengið tilefni til að mæla með, en vildi aðeins að lokum segja örfá orð um afgreiðslu fjárl. í heild sinni.

Greiðsluhallinn á væntanlegum fjárl., eins og þau verða samkvæmt till. fjvn., hefir m.a. leitt til þess, að hæstv. fjmrh. hefir látið orð falla um það, að jafnvel myndi rétt að nota heimild þá, sem hæstv. ríkisstj. er veitt í 22. gr. fjárlfrv., 13. lið, til þess að ná greiðslujöfnuði. Ég vil vona, að tekjur ríkissjóðs reynist svo ríflegar, að þær nægi til þess að greiða að fullu þau útgjöld, sem gert er ráð fyrir í fjárlfrv., og önnur þau útgjöld, sem að höndum geta borið, en ekki eru fyrirsjáanleg. En fari svo, að ríkistekjurnar reynist lægri en gjöldin, án þess þó að þær reynist nokkuð verulega lægri en áætlað er í fjárl. fyrir 1941, sýnir samþykkt heimildarinnar, að Alþingi ætlast ekki til þess, að hún verði notuð, nema ríkistekjurnar bregðist að verulegu leyti. Þá ber einnig að líta svo á samþykkt Alþingis á þessu ákvæði, að hver eintakur ráðh. sé ábyrgur gagnvart sínum flokki, verði heimildin að einhverju leyti notuð, bæði hvað snertir nauðsyn þess að nota hana og það, að lækkunin gangi hlutfallslega jafnt yfir alla þá liði, sem hún nær til. Ég vildi láta þetta sjónarmið koma skýrt fram. Hinsvegar munu ummæli hæstv. fjmrh. um greiðsluhallann einungis hafa verið sögð sem aðvörun til hv. þm. um að athuga, hvað myndi taka við, ef samþ. væru að meira eða minna leyti þær brtt., sem þegar eru fram komnar frá einstökum hv. þm. Ég vil leggja áherzlu á, að h. þm. geri sér grein fyrir, hversu hættulegt það er að auka gjöldin á fjárl. nokkuð verulega umfram það, sem fjvn. leggur til. Vænti ég, að hv. þm, athugi það í tíma, hversu áríðandi er, hvernig fer um afgreiðslu flestra þeirra brtt., sem fram hafa komið. Þær brtt., sem einstakir þm. hafa flutt nema útgjaldaaukningu, sem gerir hér um bil 1.7 millj. hækkun. á heimild 22. gr. er það fyrst og fremst ályrgðarheimild, sem nemur 130 þús. kr., og útgjöld sem nema um 750 þús. kr. á þskj. 327 er svo síðast till. til heimildar fyrir ríkisstjórnina til að kaupa síldarverksmiðjuna í Neskaupstað og framlagið til Vestmannaeyja, sem ég hefi áður minnzt á. Það er augljóst mál, að slík afgreiðsla á fjárl., hvenær sem væri, og þó sérstaklega eins og nú stendur á, bendir til hins mesta ábyrgðarleysis, þar sem samþykkt þeirra geti leitt til yfir 2 millj. kr. greiðsluhalla á fjárl. væri það til vansæmdar fyrir Alþingi að afhenda ríkisstj. slík fjárl. vil ég vænta þess fastlega, að þm. athugi vel, hvernig taka skuli á till. einstakra þm., áður en atkvgr. fer fram.