05.04.1940
Efri deild: 30. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (933)

90. mál, friðun arnar og vals

Páll Hermannsson:

Það er aðeins í sambandi við skrifl. brtt., sem hér var verið að boða. Mér finnst hún eiga fyllsta rétt á sér. Mér finnst, að ef til þess kæmi, að menn neyddust til að verja varp gegn þessum ránfuglum, þá sé þetta ófærlega hátt lágmarksákvæði. Mér finnst það ekki mega vera hærra en 100 kr., og yrði það auðvitað aðeins látið gilda þar, sem sérstaklega stæði á, en ef þessir fuglar væru drepnir að nauðsynjalausu, væri hægt að fara svo nærri hámarkinu sem þurfa þætti. Ég mun því hiklaust greiða atkv. með skrifl. brtt. og vil ráða öllum hv. þdm. að aðhyllast hana.