05.04.1940
Efri deild: 30. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (934)

90. mál, friðun arnar og vals

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vil með örfáum orðum gera grein fyrir, hvað vakti fyrir mér með að koma með þessa brtt. Það er það, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, er upphaflega aðeins miðað við örninn. Í þeim l., sem áður giltu um friðun arnar, var sektin ákveðin allt að 500 kr. Svo er valnum skotið inn í í Nd., en sektarákvæðin látin standa óbreytt. Sekt fyrir að drepa val var, ef ég man rétt, 80 eða 90 kr., en þess hefir ekki verið gætt í Nd., þegar valnum var bætt inn í, að setja sérstök sektarákvæði viðvíkjandi honum, heldur látin sömu ákvæði gilda um hann eins og örninn. Þetta er ekki rétt, eins og allir hljóta að viðurkenna, sem vilja líta sanngjarnlega á þetta mál. En nú er svo langt um vik að lagfæra þetta, að ég sé

ekki annað hentara en að hafa rammann svo rúman, að hægt væri að hafa sektirnar hæfilegar, og þó verða sektarákvæðin fyrir að drepa val hækkuð frá því, sem var, meðan hann var friðaður.