05.04.1940
Sameinað þing: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (95)

1. mál, fjárlög 1941

*Fram. (Bjarni Bjarnason):

Það eru aðeins fáein atriði í ræðu hæstv. fjmrh. í gær, sem ég vildi minnast á, þar sem hann gerði aths. við brtt. fjvn., en ég minntist ekkert á í minni ræðu, sent stafaði af því, að hans ummæli voru á þá leið, að þau gáfu ekki tilefni til svars. Þau voru yfirleitt vinsamleg, þó að það væru aths.

En um breyt. í orðalagi aths. við fjárveitingu til leikfélagsins hafði ég að vísu athugað það fyrr, að hæstv. fjmrh. hafði breytt orðalaginu. En ég get ekki neitað því, að þetta, sem kom fyrir nú í gær eða þessa dagana, hvatti mig heldur til að leggja það til, að orðalaginu yrði haldið eins og það er í fjárl. Ég hefi ekki séð þennan leik, sem verið er að sýna nú og hefir komið upp allmikil deila um, og get þess vegna ekki af eigin sjón og raun dæmt neitt um hann. En ég tel það heldur óþægilegt fyrir leikfélagið, sem fyrir hefir nú komið, og tel, að það væri nokkur trygging fyrir því, að slíkt kæmi ekki fyrir, ef lesin væri starfsskrá félagsins af þar til kjörnum mönnum, sem treysta mætti til þess. Þú segir hæstv. ráðh., að þetta hafi ekki verið gert, þrátt fyrir ákvæði fjárl. um þetta efni. Mér er ekki kunnugt um það, en ég geri ráð fyrir, að hann segi þar rétt frá, eða a.m.k. hafi verið svo í þetta skipti, því að hann sagði, að þessi árekstur hefði ekki komið fyrir, ef leikfélagið hefði fengið hendingu frá menntamálaráði um leikinn. En þetta tel ég þó vera nægilegt tilefni til þess, að liðurinn orðist eins og gert er ráð fyrir í umræddri till. Ég tel það vera heldur leiðinlegt, hvort sem það er leikfélag eða aðrir aðilar, sem styrktir eru af ríkisfé til starfsemi sinnar, ef fyrir koma þeir atburðir í starfsemi slíkra styrkþega, sem valda eins miklum ágreiningi eins og þessi skopleikur hefir gert þessa daga.

Um það, hvort greiða skuli dýrtíðaruppbót til þeirra manna, sem styrks njóta samkvæmt 15. gr., skal ég geta þess í fyrsta lagi, að mér þykir það óeðlilegt frá almennu sjónarmiði, að það komi til greina að greiða dýrtíðaruppbót á styrki, sem veittir eru samkvæmt 15. gr. Hinsvegar er réttur til dýrtíðaruppbótar á styrki, sem greiddir eru samkvæmt vissum liðum 18. gr. Og það, að Alþ. samþ. að flytja menn, sem styrks njóta, af 18. gr. á 15., þýðir það, að rétturinn til dýrtíðaruppbótar er þar með fallinn. Samt sem áður kom þetta til tals í fjvn. í morgun, og var borin upp till. í þá átt, að dýrtíðaruppbót skyldi veitt á styrki, sem veinir eru á 15. gr., og sú till. var felld með meiri hl. atkv. Þar með er mörkuð stefna fjvn. í þessu atriði.

Sé ég svo ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þær brtt. eða atriði, sem snerta fjárl., að þessu sinni, þar eð ekki hefir gefizt sérstök ástæða til þess.