12.03.1940
Neðri deild: 15. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í B-deild Alþingistíðinda. (991)

62. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

*Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Þetta frv. er, eins og í grg. segir, flutt eftir ósk stjórnar lífeyrissjóðs ljósmæðra. Það hefir komið í ljós við framkvæmd og athugun l., að nauðsynlegt er að breyta nú þegar nokkrum atriðum í þeim. Það, sem veldur mestu hér um, er, að þegar l. voru samþ., þá hefir þess ekki verið gætt, að eftirlaun þau, sem ljósmæðrum eru veitt samkv. fjárl., eru greidd með 25% dýrtíðaruppbót. Ennfremur hefir eftir að l. voru sett fjölgað mikið þeim ljósmæðrum, sem njóta eiga eftirlauna eftir fjárl. Af þessu leiðir það, að liðurinn, sem ætlaður er til lífeyrissjóðs ljósmæðra á fjárl., getur ekki fullnægt þessum launagreiðslum. Að öðru leyti get ég látið nægja að vísa til grg. frv. Vil ég svo leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni umr. vísað til allshn.