07.06.1941
Neðri deild: 73. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (1005)

166. mál, Staðarprestakall á Reykjanesi

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Allshn. leggur ein

róma til, að þetta frv., sem er stjfrv., verði samþ. óbreytt.

Ég vil taka það fram, að hér er aðeins um heimild til ríkisstj. að ræða til þess að flytja prestssetrið frá Stað á Reykjanesi að Reykhólum í Reykhólahreppi. Heimildin verður tæplega notuð, nema séð verði fyrir sæmilegu jarðnæði handa. prestinum, þegar flutningurinn fer fram. Enda er hægt um vik, þar sem flutningur á að fara fram til Reykhóla, þar sem nægilegt jarðnæði og jarðgæði eru fyrir hendi.