12.06.1941
Efri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í B-deild Alþingistíðinda. (1098)

167. mál, ríkisstjóri Íslands

Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Ég tel mig ekki hafa látið í ljós neina skoðun um það, hvort ég telji réttara að kjósa ríkisforseta, þegar þar að kemur, með almennum kosningum eða hér á Alþ., og tel ekki heldur, að neinn þm. með því að greiða þessu frv. atkv. sitt bindi sig á neinn hátt í því máli, enda auðsætt, að þótt þetta frv. hafi ekki á sér neitt bráðabirgðasnið, að það gildir um ríkisstjóra, sem ætlað er að vera til bráðabirgða. Og þegar ríkisstjórastarfið fellur niður, sem væntanlega verður þegar við fáum fullt sjálfstæði, falla l. úr gildi af sjálfu sér. Það, sem frv. fjallar um, á að vera til bráðabirgða, og þess vegna er því auðsvarað, að það er ekkert bindandi með þessu frv., hvernig ríkisforsetinn verður valinn á sínum tíma.