22.04.1941
Neðri deild: 42. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 547 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

74. mál, bifreiðalög

Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti! Það hefur orðið svo á þessu ári, þótt ekki sé langt um liðið síðan á þinginu í fyrra, að þótt hefur rétt að breyta til um nokkur ákvæði í bifreiða- og umferðarl. Þá var tekinn upp í l. hægri handar akstur, eins og verið hefur á meginlandi Evrópu. En nokkuð hefur breytzt hér á landi síðan, sérstaklega er þeir atburðir gerðust, að hingað til landsins hefur komið setulið frá þeirri þjóð, sem er ein af þeim stórþjóðum, sem heldur vinstri handar akstri. Það þótti því ekki tiltækilegt að láta hvorki bifreiðal. eða umferðarl. koma til fullra framkvæmda, og var frestað gildistöku þeirra að því leyti að skipta ekki um hægri og vinstri akstur. Og má segja, að ekki hefði þurft að fresta gildistöku þeirra ákvæða, sem tímabært var að taka upp og lögleiða og menn voru sammála um.

Þau bráðabirgðal., sem frestuðu framkvæmdinni, hafa, eins og l. gerðu ráð fyrir, verið lögð fyrir Alþ., og n. þingsins hafa séð sér þann kost vænstan að láta l. koma til framkvæmda, þó með þeirri höfuðbreyt., að hægri handar akstur verði ekki upp tekinn og vinstri aksturinn haldi sér eins og verið hefur hér á landi.

Ég læt þessi orð nægja sem framsögu fyrir þessu frv. og fyrir því næsta,, sem er á dagskránni, sem er frv. til 1. um breyt. á umferðarl., og legg til, að bæði frv. verði samþ. óbreytt eins og þau komu frá Ed.