03.04.1941
Efri deild: 30. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (1188)

62. mál, Búnaðarbanki Íslands

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti! Eins og segir í nál:, þá mælir n. með því, að frv. verði samþ. með litlum breyt.

Brtt. n. við frv. eru þrjár. Í fyrsta lagi leggur n. til, að 2. liður 2. gr. I. d. falli burt. Þar er svo ákveðið, að lána megi til þessara smábýla gegn ábyrgð sýslu-, bæjar- eða hreppsfélaga. Þetta ákvæði er að vísu í samræmi við ákvæði, sem gilda um lán úr byggingar- og landnámssjóði. En eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefur af þeim lánum, telur n. óheppilegt að hafa þetta ákvæði. Þar að auki er hag margra hreppsfélaga nú þannig komið, að þau eru meira og minna háð eftirliti þess opinbera, þar sem sérstakur maður hefur verið skipaður til þess, og meðan svo er, virðist ekki ástæða til að veita bæjareða sýslufélagi heimild til að ganga í ábyrgð fyrir þessum lánum, enda ekki þörf á því. Ef maður, sem vill setja býli á stofn, hefur eignarrétt á jörðinni, þá getur hann veðsett hana, og ef ríkið á hana og hann hefur erfðaábúð, getur hann líka veðsett hana eftir lögum um erfðaábúð og óðalsrétt. En ef jörðin er í einstaks manns eign, þá er eigandanum ekki mikil þægð í; að býlið komi upp, eða þá að milli eiganda og leigjanda er um meira en lítið ósamkomulag að ræða, ef eigandi vill ekki veita veðleyfi, svo býlið komist á fót. Hreppsnefndir eru oft bóngóðar og því erfitt að standa á móti slíkum beiðnum, ef fram koma, og þá betra að fyrirbyggja það með því að leyfa ekki lán út á hreppsábyrgðir. N. leggur því til, að þessi liður falli burt.

Þá er nokkur ágreiningur um það. í n., til hversu langs tíma bankaráðið skyldi vera skipað. Sumir álitu, að það ætti að vera í samræmi við það, sem er í hinum bönkunum, en aðrir álitu, að um meiri ábyrgðartilfinningu yrði að ræða, sérstaklega hjá bankaráðsformanninum, og að hann mundi rækja starf sitt betur, ef hann yrði skipaður til lengri tíma, og þá helzt til 8 ára eða lengur. Endirinn varð sá, að n. kom sér saman um að leggja til, að formaðurinn yrði skipaður til 6 ára. Vona ég, að þótt vera kunni í d. menn með mismunandi sjónarmið eins og í n., þá geti Þeir mætzt á miðri leið með því að samþ. þessa miðlunartill. n., þó að ýmsir, og ég er einn af þeim, kunni að álíta, að heppilegra sé, að formaður sé skipaður til lengri tíma.

3. brtt. er í því fólgin, að ákveðin verði laun þessara bankaráðsmanna. Við hugsum okkur, að formaður bankaráðsins sé einhvern part úr hverjum degi til viðtals í bankanum og hafi umsjá með því, sem þar gerist. Með tilliti til þessa eru laun hans sett þetta hærri en hinna, sem sé, að honum er u ætlaðar 3600 kr. auk verðlagsuppbótar, en hinir eiga að fá 1804. Ég get tekið það fram, að ég hefði vel getað sætt mig við að hafa laun þessara manna lægri, því að þetta mundi ekki verða ýkjamikið starf fyrir aðra en bankaráðsformanninn, en um þetta varð samkomulag í n., og tel ég sjálfsagt að fylgja því.

Þá skal ég geta þess, að n. var dálítið að velta fyrir sér þessu 6 þús. kr. hámarki, sem lánin mega ná. N. var ljóst, að það er ekki hátt, ef þetta smábýli er að öllu leyti byggt upp fyrir lán, og frá því sjónarmiði gat verið ástæða til að hækka þetta 6 þús. kr. hámark. Hins vegar er það vitað, að hver, sem tekur lán, þarf að koma til með að standa undir því, og eftir því, sem gengur að standa undir lánum, er hvíla á bændum í venjulegum árum, þá munu þessi 6 þús. vera nóg til að standa undir fyrir þá, sem þessi býli reisa. N. sá sér því ekki fært að hækka þetta hámark.

Ég held, að það sé svo ekki, fleira, sem ég þarf að taka fram f. h. n. um þetta frv. N. leggur til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem ég hef nú greint frá.