17.06.1941
Efri deild: 83. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

Starfslok deilda

forseti (EÁrna) :

Þar sem þetta er síðasti fundur deildarinnar og gerðabækur síðustu funda hafa ekki getað legið fyrir, þá mun ég síðar skrifa undir þessar fundargerðir, ef hv. þdm. mótmæla því ekki.

Ég vil svo þakka mjög hv. þdm. fyrir samvinnuna á þessu langa þingi. Það hafa verið mörg erfið og vandasöm mál til meðferðar á þessu þingi. Og það er ekki vafi á því, að þetta þing verður, a, m. k. síðar meir, þó að það verði ekki viðurkennt nú, talið merkilegt í sögu þjóðarinnar. Við höfum unnið hér saman að þessum vandamálum, og ég verð að segja það, að mér er það ánægjuefni að hafa unnið með hv. þdm., fyrir það, hvað samvinnan hefur í alla staði verið góð.

Ég vil svo óska öllum hv. þdm. alls góðs í framtíðinni, og þeim, sem heima eiga utan Reykjavíkur, góðrar heimferðar og heimkomu, og þakka svo að lokum allt samstarfið.